Friday, November 28, 2014

Munstraðir vettlingar og Frosen

 Það er mikið búið að vera að gera hjá mér því ég var að flytja og mikið dót og ýmislegt sem þarf að huga að þannig að ekki er mikil tími til að prjóna eða sauma en samt get ég ekki alveg látið hutina vera þannig að inna á milli þess sem ég lagaði til og hengdi upp myndir var ég líka að prjóna
og þetta er það sem ég er búin með í bili en svörtu og hvítu vettlingan prjónaði ég úr lanett því það er svo mjúkt og hnökrar ekki eins og kambgarnið .....
en Frosen vettlingarnir eru úr léttlopa og breytti ég litnum og koma þeir bara vel út ....
En saumaherbergið er ekki komið í gagnið og verður einhver bið á ´því en þetta kemur  allt með kalda vatninu............

Friday, October 24, 2014

Meira af húfum

 Embla Sif með sína húfu sem er eins og áður prjónuð úr kambgarni
 og er bara ljómandi falleg
Kristjana Nótt valdi litina í sína húfu og líka hvernig hún ætti að vera
svört og fjólublá og vera lafandi að aftan og kom bara vel út ....
Nú verður einhver bið á því að ég skrifi hér og setji nýjar myndir því nú standa fyrir dyrum flutningar og breytinar á saumaherbergi en það verður bara til hins betra ...sjáumst síðar....með nýjum myndum og nýjum verkefnum....

Thursday, September 18, 2014

Downtown

 Jæja þá er byrjað að þræða teppið saman og reynt að vanda sig voða mikið
því ég ætla quilta það sjálf og er að verða voða spennt að sjá hvernig útkoman verður hjá mér
byrja svo að sauma í kvöld og vonandi gengur mér bara vel meira síðar þegar ég verð búin að setja bindingun á ...

Húfur

 Haustið er að koma á þá þarf að prjóna húfur á þá sem vilja svoleiðis og ekki finnst mér það leiðinlegt en Karítas er fyrst til að fá sína húfu en hún valdi munstrið og litina með smá hjálp frá mér

 en þegar var byrjað að prjóna þá sá ég að ekki var þessi uppskrift var eitthvað sem ég var ekki ánægð með þannig að ég breytti henni og vildi Karítas ekki hafa hana eins og var í bókinni því var þetta útkoman bara falleg eins fyrirsætan mín
og hún vildi láta taka eina mynd í viðbót frá hlið svo væri alveg tryggt að hún væri mynduð frá öllum hliðum  glæsileg þessi elska,,,,,,






                                                      
                                                                     

Strip to the beach

 Það er ýmislegt sem mér getur dottið í hug og framkvæmt nú skal halda í sólina því ekki var mikið af henni í sumar og veit ekki af að fá smá lit á sig fyrir veturinn
 svo það var farið að skoða tösku myndir og líka efni og þessi efni hafði ég keypt í Virku og var nokkuð viss um að ég mundi nota þau í svona verkefni og veð ég bara að segja að ég er mjög ánægð með útkomuna
 en ég ætla ekki með tvær töskur með mér en systir mín ætlar með mér svo það munaði ekkert um að sauma tvær og eru þær ólíkar en samt ekki
 varð að taka tvær myndir af þeim því ég svo ánægð með þær kemst í þær 2.handklæði bækur sími og margt fleira sem fylgir manni á sólarströnd
 og úr afgöngunum var búið til litlar syrtiduddur undir sólkremið svo allt verði ekki fitugt og leiðinlegt eins og vill stundum verða
 svo eins og sagt er VIÐ ERUM TILBÚNAR Í SÓLINA ERLA MÍN VEI VIE VEI er orðin þvílíkt spennt......
og svo hér uppskriftin sem ég fann hjá Guðrúnu Erlu en ég get ekki alltaf alveg farið eftir uppskrift þannig að ég gerði smá breytinrar á þeim ......





                                                          bord_hjerter

Monday, September 1, 2014

Sew together bag

 Þetta var mjög skemmtilegt að sauma og svo var þetta miklu auðveldara en ég lét mig dreyma um
lærði að sauma rennilás í á nýjan hátt
 ég var búin að sjá þessa töksu á mörgum stöðum á netinu og sá mikla notkunar möguleika fyrir svona veski undir allt sauma,prjóna,og hekludótið sem fylgir mér um allt sjónvarpsherbergi eða þannig er stundum óskipulögð fann þetta til sölu á þessari síðu from SewDemented og keypti sniðið
og var samt hugsi yfir því þegar það kom því ég er ekki mjög sleip í ensku þó ég bjargi mér allt fannst vanta betir útskýringar með myndir er oft gott að átta sig á hlutunum ´þegar það er sýnt með myndum
þannig að ég fór að leita betur og fann síðu sem er alveg ótrúlega góð því þar var þetta sýnt skref fyrir skref (í raun var óþarfi að kaupa sniðið  en gott samt að eiga það) í fimm liðum eða eins og hún setur það upp á 5 dögum og er líka alveg frábært að gera http://www.quiltbarn.blogspot.com/ en hér slóðin á síðun
 og kláraði ég að sauma mína um helgina (sem betur fer var vont veður) og er bara mjög glöð
með árangurinn og tókst bara vel því miður sjást litirnir ekki nógu vel á efnunum sem ég notaði þarf að reyna að taka betri mynd síðar 
 á eftir að gera fleiri því þessa er hægt að nota undir svo margt eins og ég sagði hér fyrr
þannig að svona lítur mín taska út bara glæsileg ...........

Thursday, June 26, 2014

Peysa

Mér fannst munstrið ekki komast nógu vel til skila á myndunum sem ég setti inna um daginn svo ég tók mynd af bakinu á henni og ég endurtek að hún er bara æðisleg (þá meina ég að vera í henni) ....

Monday, June 16, 2014

Móakotspeysan

Jæja þá er peysan mín tilbúin og finnst mér hún mjög falleg og passar alveg á mig en ég prjónaði stærð small sem betur fer því annrs hefði hún orðið of stór en það er nokkuð síðan ég var búin með hana en gleymdi alltaf að mynda hana og setja inná síðuna ( tærnar á mér áttu ekki að vera með )
en það þarf að hafa alla athygli á þessu mynstri því það eru 80 lykkjur í munstrinu væri ekki til í aðra alveg strax en kannski seinna. Ótrúlegt en satt að þá finnst mér hún ekki stinga mig ég á alltaf svolítið erfitt að vera í lopapeysu (þó ég sé búin að prjóna mér nokkrar ) svo ég á örugglega eftir að nota þessa mikið......






                                       

Thursday, June 12, 2014

Downtown abbey teppið mitt

 Svona ætla ég að hafa útfærsluna á efnunum sem ég keypti á netinu og eru hér neðar á síðunni fann þetta munstur á netinu og fannst það einfalt og fallegt
 hver blokk er 12" tommur og er hægt að raða þessu allavega saman og ráða hvað margar blokkirnar eru en ég ætla að hafa þær 30 stk og verður stærðin svona c.a. 150 x 180
svona er það áður en ég sauma það saman ,var stödd fyrir norðan nánar tiltekið á Sauðárkrók og var að sauma þessa á milli sem ég var að hugsa um 3. börn og var ekki alveg með nóg efni með mér þannig að ég gat ekki klárað  teppið, var svo í saumaklubb í gær og set mynd inn þegar ég verð búin að sauma saman, setja bindingu og quilta  allt að gerast hjá mér ......... en finnst efnið alveg dásamlegt gamaldags og rómó .... ekki leiðinlegt að kúra undir því hlakka til....



                                        

Wednesday, May 7, 2014

Móakotpeysa

 Er að prjóna mér peysu sem er prjónuð úr einbandi og navia uno á prjóna nr.3 svo það gengur hægt hjá mér nei nei þetta er mjög skemmtilegt
munstið heitir Kristín og er það úr seríunni frá Móakoti og er selt að mér finnst nokkuð dýrt en systir mín lánaði mér sitt munstur . Svo var ég að googla á netiun um daginn og sá bók sem heiti Sjónabók og þar er þetta munstur og er gamaltmunstur en það er skrítið að eigna sér eitthvað og selja þegar það er til frá því í gamla daga

Guðrúndesign

 Þar kom að því að ég kláraði þetta teppi en ég man ekki hvað ár ég byrjaði á því en það var á námskeiði hjá Guðrúnu Erlu og var á Selfossi og fórum við 4 vinkonur saman og gaman að sjá hvað samamunstur getur orðið ólíkt og litasamsetning  öðruvísi en öll jafn falleg
 notað afgangin af efni til aðsetja á bakið og kemur það bara vel út en ég notað efni frá Whimsicals er alveg ótrúlega hrifin af þeim finnst munstið í þeim svo fallegt og auðvita litirnir líka
svo lét ég stinga það hjá Hrafnhildi og verð bara að segja að ég þvílíkt ánægð með það kom betur út en ég þorði að vona en ætla ekki að vera svona lengi að klára næstu verkefni en þetta var bara slóðaskapur í mér .......




                                                          

Thursday, April 10, 2014

Downtown Abbey

 Þessi efni fann ég á netinu og ég verð að segja að ég er aðdáandi þáttana og það var ekki til að skemma fyrir að hægt var að kaup efni tengdan þáttunum en ég fann líka munstur  sem er hægt að sauma eftir    (hér eru bláu litirnir)
 en þá þarf ég að kaupa meira efni og á það sjálfsagt eftir því munstrinn voru svo falleg en þessir bútar eru bara 10 tommur og voru keyptir svona til að skoða þau en ég er búin að finna munstur sem ég get notað fyrir þessa búta sem ég á   (hér eru fjólubláir)
 en litirnir og munstið í þeim er alveg himneskt ég varð þvílikt ánægð með þau að ég get varla beðið eftir að sauma úr þeim  (svartir og gráir litir)
 eins og áður er sagt litirnir og munstrið er alveg æðislegt ljósiliturinn er með merki þáttana
 get ekki beðeið eftir næstu seríu og mun ég horfa á þættina með öðru hugafari eftir að ég fann þessi dásamlegu efni
 ég tók eina svona nærmynd af svart efninu en ég hef ekki verið mjög hrifin að svörtu í bútasaum en þetta efni breytti því það er svo fallegt og munstrið æðislegt
svona líta bútarnir sem ég á út en það er til miklu meira af litum  sem eru ljósari og eru líka mjög fallegir en þetta eru mínir litir  þegar ég verð búin að sauma úr efninu set ég það hérna inna .....

Litagleði

 Það er gott annað slagið að fara yfir alla garn afgangana sem ég á því ég fór að skoða kambgarnið
sem ég á og komst að því að ég átti ekki nema 33 liti , þar sem ég var búin að gera 3 teppi fyrir aðra
þá vissi ég svona nokkurn vegin hvað fer í hverja umferð
 þá var vigtin tekin fram og byrjað að vigt garnið sem ég átti og það kom mér á óvart hve mikið það var ég fór að raða saman litunum og ákvað að hafa 28 liti en sleppti öllum gráu litunum og svarta því mér fannst það ekki passa í svona glaðlegt teppi
og hér er svo afraksturinn af því og ég er þvílíkt ánægð með útkomuna en stærðin er 140 x 170
og er alveg hægt að vefja því utan um sig við sjónvarpsgláp eða sauma og prjónaskap....
verð ekkert í vandræðunum með það

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...