Friday, December 18, 2020

Jane Austin teppi

Ég er búin að eiga þessa bók mjög lengi og ekki skoðað hana lengi en í Covid fárinu var farið að leita að ýmsu sem ekki er oft skoðað og fann þessa bók sem er eftir Trine Bakke og heitir Bútasumsteppi og Edda útgáfa gaf út veit ekki árið
það er ótrúleg margt fallegt í henni þar með þetta teppi sem èg varð alveg heilluð af og varð bara að sauma því var farið að gramsa í gömlum efnum sem er nóg til af og sá ég fljótt að ég mundi þurfa að kaupa bakgrunns efni en allt annað var til
því var byrjað að tína til efnin og endaði ég með 105 búta sem voru skornir niður í 265 tígla en bakgrunnin keypti eg í bóthildi og var það extra breitt því gat ég notað breiddina í hluta af ræmunum í bakgrunninn en sneið samt 284 litla búta í rimlaverkið
svo var byrjað að sauma saman og raða efninu eftir litum og munstri og gekk það bara ágætlega og koma bara vel út hjá mér
því næst er að klára að sauma saman og svo þarf að stinga teppið en ég stakk í alla sauma og svo varð að gera munstur í kantinn og þar er ég ekki mjög flink að gera
þá er bara að bjarga sér og klippti ég niður bökunarpappír og teiknaði upp munstur sem ég fann og svo bara látið vaða
og var útkoman bara mjög falleg og ég ánægð með árangurinn
litirnir og bakgrunnsefnið kemur mjög vel út er gamaldags og hlýlegt
Jane Austen teppið mitt er tilbúið og ég ánægð með það hægt að nota á ýmsa vegu t.d. á endan á rúminu sínu eða bara allskonar
Ég saumaði það samt í þeim tilgangi að nota það á svölunum mín um þegar verður búið að bygga yfir þær sem verður fljótlega þá sýni ég mynd af því á sýnum stað verður spennandiá nýju ári.

Vettlingar

Þá er komið að vettlingunum en mér finnst ekki yfirhöfuð gaman að prjóna þá en svona munstraða finnst mér mjög gaman að prjóna og er ég búin að gera mjög marga sérstaklega áttblaðarósina og hef prufað margskonar garn en best finnst mér að nota Lannet því að er svo mjúkt og gott að eiga við það
Bláu eru prjonaðir úr fyrr nefndu garni en þessu vínrauðu eru prjónaðir úr garni frá Litlu prjónabúðinni og heitir CaMaRose en líka mjög gott að prjóna úr því en yfirleitt nota ég prjóna nr.2 allaveg fyrir þessa
Bleiku og gráu eru úr sama garni en eins og fyrr þá finnst mér þetta bæði fallegir og skemmtilegt að prjóna og ótrúlega gaman að gefa til þeirra sem mér þykir vænt um

Garnstúdio peysa

þessi peysa er búin að vera lengi að verða til en ég keypti garn í vor í Gallery spuna í Kópavogi og lét ég loks verða af því að klára hana
uppskriftin er á Garnstudio og var gerð fyrir aðra prjóna stærð en ég bara aðlagaði hana fyrir mig en garnið heitir Merino Yak og er ætlað til prjóna sokka en er bara fallegt í peysu og er ég bara ánægð með útkomuna en ég notaði prjóna nr.5

Friday, November 13, 2020

Borðtuskur

þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál nr 3.5 en það er ágætt að detta í svona vinnu annað slagið það er að þurfa varla að hugsa um hvað er verið að gera það bara verður að tusku en þær eru góðar en eg geri þær í stærri kantinum það finnst mér betra svo er líka gaman að gefa svona því þær eru fallegar.

Wednesday, October 7, 2020

Púði

Þessi púði er merkilegur vegna þess að þetta er flosuðmynd sem mamma mín gerði en þvi miður man ég ekki hvað ár það var en myndin endaði hjá mér og er ég loksins búin að koma því í verk að sauma það úr sem eg vildi ég keypti flauel í föndru og sómir hann sér vel í stólnum hjá mér eða ég er ánægð með hann
Stór glæsilegur og falleg minning um mómmu sem var einstök kona❤💕💕💕💕💕💕

Tuesday, October 6, 2020

Dóra peysa

Eg var að klára þessa peysu en uppskriftina keypti eg af prjonprjon@gmail.com og notað eg garnið sem var gefið upp Merino Blend King Cole og ekki skemmdi fyrir verðið á garninu en ég keypti það í RL.búðinni
Eg notaði prjóna nr.4 oég hefði heldur viljað prjóna hans ofan frá en það var ekki í þessari uppskrift en það er skemmtilegra að prjóna ofan frá ég nennti ekki að breyta henni í þetta skipti.Elísa Bettý fékk þessa peysu en hun er 3ára
Peysa er ótrúlega falleg og húfan en dúskin keypti ég á alixpress

Thursday, April 30, 2020

Spariskrautnálapúðinn

 Þessu er ég montin af því að Gunndís vinkona mín er alveg ótrúlega flink að búia til svona fallega hluti að sauma út svona blóm og skreyta allt milli himins og jarðar ,en semsagtmér tókst loks að klára minn skrautnálapúðan minn og vandaði ég mig alveg sérstaklega að gera sn´´uruna sem er utan um hringin og dúskin en þetta verður bara til skrauts í saumhorninu mínu .
En og aftur Gunndís mín takk fyrir

Teppi

En hér kemur en mynd af þessu en þarna er ég búin að sauma það saman en á eftir að finna efni í kant en veiran er að stoppa mig núna en þetta klárat bráðlega

Nótt nótt

 Ég prjónaði þessa rétt fyrir veirufárið en það var mjög gaman að prjóna hana og er hún á Elísu Bettý sem er 4 ára og var stærðin nokkuð rétt en ég notaði prjóna nr 4.5 en garnið sem ég notaði er Katia
og er það mjög gott garn og þægilegt að prjóna úr því og hún stækkaði ekkert þegar ég þvoði hana
og úr afgangnum af garninu prjónaði ég húfu við og er það engin sérstök uppskrift

Friday, February 28, 2020

Endalausa teppið mitt

Jæja þá fer að sjá fyrir endan á þessu verkefni en ég er búin að sauma 20 blokkir og er engin eins
nú er að sauma það saman og sauma kant utan með er ekki alveg búin að ákveða hvað lit ég ætla að velja aðeins að velta því fyrir mér en það eru bara 4 litir í þessu teppi og efnin ekki mikið munstruð reyndi að hafa það eins einfalt og hægt var og allt með mín uppáhalds litum

Hel sjalið

 Þetta sjal er ég að prjóna í 3 sinn og finnst mér það alltaf jafn gaman og svo er þetta svo fallegt
og það þarf ekkert að segja meira um þetta


Garnið keypti ég í Handprjón í Hafnarfirði og heitir það Tosh og er mjög gott að prjón úr því er bæði mjúkt og hlýtt

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...