Friday, December 23, 2011

Gleðileg jól

Svo verð ég að setja jólatréið sem ég gerði fyrir nokkrum árum en barnaörnin mín elska að koma við og klingja bjöllunum og snúa aðeins púðunum en verð að láta þess getið að minn elskulegi tengdasonur Einar út  bjó fyrir mig stöngina og hólkana á milli púðanna er mjög gott handverk hjá honum ...en ég óska öllum Gleðilegra jól  Megi hátíð ljós og friðar lýsa ykkur...........

Jólaveggteppi

Jæja þá er jólateppið komið upp á vegg þetta dúllaðist ég við að klára og er glöð með það enda að koma jól.....

Saturday, December 10, 2011

Hárband og vettlingar

Svo er það hárbandið og vettlingarnir en þetta vildi Kristjana að ég gerði handa sér en hárbandið er með glitþræði sem ég keypti á handverkshátíðinni í sumar hjá Bót og var prjónað tvöfalt en vettlingarnir er úr plötulopa sem ég lét útbúa fyrir mig í búð sem í firðinum í Hafnarfirði en þeir eru lika með glitþræði og voru ótrúlega flottir (það fannst Kristjönu) og stoffið á vettlingunum eru líka tvöfaldur lopi keyptur á sama stað því miður man ég ekki hvað búðin heitir en lopin var litaður annarsstaðar en hjá álafoss mjög fallegt

Röndótt

Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls 10 og Rebekka sem fékk þessa var mjög glöð með hana   en hún spurði samt hvort ég gæti ekki prjónað buxur eins og peysan það væri kannski helst til og mikið röndótt en hún er líka bara 5 ára þessi elska

Sama peysa

Svona lítur hún út aftan frá en litirnir voru sjö talsins

Lopi og Band

Þessa sá ég í nýja blaðinu frá Lopa og Band og fannst hún mjög falleg hún er prjónuð úr einföldum plötulopa og eingirni og koma bara vel út og er mjög hlý og veitir ekki af í þessum kulda

Monday, December 5, 2011

Blá peysa

Ég hef ekki komið hérna í smá tíma ekki þar með sagt ekki ekkert hafi verið gert en þessa peysu prjónaði ég á Reynir Bjarkan en hann að mig um hana því honum væri alltaf svo kalt og hefur hann verið í henni síðan ég kláraði hana og ara mjög ánægður með peysuna....

Friday, October 14, 2011

Annar hluti

Og svo er hér nr.2  en ég sauma 9  blokkir og er blokkin í miðjunni öðrivísi en hinar en hver blokk er 20.5 tommur og fljótlega koma blokkir nr 3,4,og 5

Country sunshine

Jæja þá er ég komin með afrakstur af því sem ég er að gera í dag en ég er að sauma mér rúmteppi úr efninu sem ég setti hér inn um daginn og er þetta fyrsti parturinn af því en teppið heitir Country sunshine og varð ég strax viss um að þetta vildi ég gera og svo er svo skemmtilegt að sauma það. Ég var í smá stund að fatta hvernig ég gæti gert þessa leggi og látið þá beygja svo vel færi, en allt vill þetta lærast með tímanum en galdurinn er að skera efnið í 45gráður var ekki flókið bara að læra réttu handtökin en Sæunn í Quiltkörfunni leiðbeindi mér og er hún frábær manneskja ótrúleg liðleg og þægileg í búðinni takk fyrir mig

Eldhúsgardínur

Englarnir mínir eru bara fallegir í eldhúsgardínum en ég vill yfirleitt hafa öðruvísi gardínur og þessi gluggi var alveg upplagður fyrir þessa hugmynd  eru allaveg milljón sinnum skárri en trérimlar sem ég er búin að fá leið á en eru fyrir nokkrum gluggum hjá mér er ekki búin að skipta út en það er ekki til umræðu hér semsagt að eigin áliti fallegt

Buddur

Þrjár snyrtibuddur eða bara undir alls konar hluti eru mjög þægilegar ég nota þessa stóru undir tvinnakefli og skæri í verkefninu sem ég er að gera núna og er alveg ómissandi eru einfaldar og ekki flókið að sauma en ég er dálítið veik fyrir svona "alveg nauðsynlegum " buddum eða þannig

Thursday, October 6, 2011

Snyrtibudda

Svakalega góð snyrtibudda en  ég hef gert nokkrar og gefið til vina og vandamanna en þær eru stórar og þægilegar og rúmast bara vel í veskinu sem "allar" konur eru með , fékk uppskriftin í Bót

Bakið

Ég veit ekki hvort þetta er vel heppnað en svona er það á bakhliðinni en ég stakk það bara eftir mynstrinu í teppinu sjálfu

Thimbleberries

Loksins gat ég tekið mynd af þessu teppi sem ég kláraði í ágúst og fór með í bústaðin fyrir norðan en ég var í Thimbleberriesklúbbnum í virku en ég hafði það ekki eins stórt og það átti að vera því ég breytti því í kúruteppi en myndatakan er ekki sem skildi því ég gleymdi myndavélinni og tók þess vegna mynd á símann og er hún svona þokkanleg en eins og áður þá setti ég flís aftan á og var það ótrúleg hlýtt og notalegt í kuldanum fyrir norðan um helgina

Thursday, September 22, 2011

Stjörnur

Svo kemur hin útgáfan að stjörnuteppinu sem ég saumaði er litríkt og fallegt en dóttir mín (Bettý) valdi sjálf efnið í teppið og ég saumaði en efnið keyptum´við í Bót á Selfossi  hún vildi líka að ég saumaði bakið með flís efni því þá væri það miklu hlýrra ég hafði smá efasemdir um það en lét til leiðast og útkoman var bara alveg ótrúleg og það er fyrir mestu að hún var alsæl með árangurinn gott að kúra undir á köldum kvöldum við sjónvarpið. Það er um að gera að breyta til og gera ekki alltaf og eins segir í fræðunum alla vega er ég til í breyta ef það hentar og er fallegt " þannig er nú það" (orðið háfleyg)

Afmælisengill

Hrikalega fallegir englar sem eru í Disuquilt bókinni og er alveg ótrúlega falleg hjá henni er bók sem ég passa vel en ég saumaði nokkur svona viskustykki (ég held 12 stk) og gaf  dætrum,systrum tengdadóttir og frænkum í afmælisgjafir með ýmsum útgáfum að englum og slógu í gegn eða þannig eru ótrúlega krúttlegir

Tuesday, September 20, 2011

Emilía Ragnheiður

Hér er svo mynd af yngsta barnabarninu en hún á bangsateppið sem er hér neðar á síðunni en mynda
af henni verður að vera hér líka er alveg yndisleg þessi elska. En hún Linda Þórdís sendi mér ekki mynda af sér þannig að hún kemur bara síðar en þú eiga heima á Sauðárkrók þannig að ég hitti þau ekki eins oft og ég vild og sakna ég þeirra mikið en svona er þetta en bara

Rebekka Helena

Hér er svo eigandin hún Rebekka Helena brosandi út að eyrum eins og alltaf. Vantar eina tönn en það er svo krúttlegt

Rauðhettuteppi

Rauðhettuteppi  var keypt í Bót fyrir nokkrum árum en  litirnir og áprentuðum panelum finnst mér svakalega fallegt og ég tala nú ekki um söguþráðin í myndunum, er bara fallegt en eins og allir vita að ævintýri eru aldrei of oft sögð og ekki verra að eiga það í teppi sem hægt er að kúra á og lesa í leiðinni um Rauðhettu og úlfinn  bara gaman

Reynir

Og hér er svo Reynir ánægður með teppið sitt

Púslteppi

Púslteppi litríkt og skrautlegt saumaði ég handa Reynir Bjarkan en teppið sá ég í bóthildi þegar hún var og hét
og fannst mjög sniðugt handa börnum uppskriftin einföld því hún var í rauninni engin bara 9 tommur og svo bara að útfæra hugmynda  út frá því var mér sagt en svona varð útkoman

Thursday, September 15, 2011

Bolli

Ég fór ég á ljósanótt ásamt dóttur minna og 2 dætrum hennar það var yndisleg veðrið eins og best varð á kosið. En á heimleiðinni fórum við   í Kaffitár til að fá okkur hressingu   rak ég þá ekki augun í þennan bolla og stóð það ekki varð að kaupa hann en nafni á honum er LITA GLEÐI munstrið er alveg æðislegt og núna er bara drukkið úr honum. Munstið minnir mig á að sauma mína búta þannig að hann er ekki bara fallegur hann er líka hvatning til frekari verka jamjam........

Meira P

Og svona´ætla ég að hafa þetta eina umferð ljósa kemur alveg ágætlega út ég verð bara ánægð með þetta
En það var nú þannig að þegar ég kom inní Bóthild á sínum tíma og sagðist langa að læra bútasaum þá sagði Jóhanna við mig horðu í kringum og skoðaðu teppin sem eru hér uppá vegg og hvað heillar þig mest í þessari flóru bútas...... þá benti ég einmitt á teppi  saumað með þessari aðferð þannig að ég verð náttúrulega að láta verða af því að byrja  á því loksins. 

Paper piecing

Eða bara hexagons er ég að gera úr afgöngum sem ég á og finnst bara ágætt er gott að gera svona þegar ég er í sumarhúsinu á Sigló því þetta er langtíma verkefni ég er ekkert að flýta mér með þetta en það mjakast áfram

Thursday, September 8, 2011

Efni

Þessi efni keypti ég í quiltkörfunni og ætla sauma mér teppi  en ég fann munstur sem ég varð alveg heilluð af
Ég set svo kannski myndir af blokkunum inna á síðuna aldrei að vita hvað mér dettur í hug verð einhvern tíma að klár þetta teppi því það er mikill saumaskapur í höndunum og svo er ég líka alltaf með fullt að öðrum verkefnum líka get ekki bara verið með eitt í einu er yfir leitt með fjögur til fimm  sem ég er að gera ........en við sjáum til

Útsaumspúði

Það mætti halda að ég sé alveg púðaóð en svo er ekki þetta var bara tilviljun að ég gerði 3 í einu en svona púða sá ég í verslun og fannst flott en vildi ekki kaupa svo ég fór heim og ákvað að sauma mér einn en tengdamamma er svo dugleg að sauma krosssaumsmyndir og gaf hún mér þessa er kannski aðeins of stór en ég sló til og þetta er útkoman .....þokkanlegur  litirnir í útsaumnum eru fallegir

Virkupúði

Ég sá Guðfinnu í virku gera svona púða á saumahelgi í fyrra en með öðru munstri en ég keypti þetta í virku og miklu ódýara en hún var með en mér fannat þetta fallegt  en það eru 5 myndir sem eru saumaðar saman ég hafði hálf tommu saumfar og svo klippti ég á milli saumana en bara í gegnum fjögur lög og passaði að fara ekki í gegnum svo úðaði ég vatni yfir og bustað rösklega yfir með bursta með grófum hárum þá verður hann eins og upphleyptur er bara fínn

Púði

Fallegur púði sem ég loksins kláraði en egkeypti hann hjá Bót og er baa ánægð með

Friday, August 26, 2011

Svo kemur hérna það bleika en ég nota mikið kambgarn í þessi föt og finnst mér það mjög gott og er ódýrara en lanet eða sissu garnið en alveg sambærilegt og sama prjónastærð og kemur bara vel út
Svo kemur hér eitt fjólublátt en aðallitirnir hjá litlum stelpum er bleikt fjólublátt og hvítt og leyf ég þeim að ráða hvaða litir eru notaðir ef ég á þá
Þar að sjást frá ýmsum hliðum

Dúkkuföt

Dúkkuföt er eitthvað sem er gaman að gera úr afgöngum sem til falla þessi fannst mér mjög falleg og var að prjóna þetta með hléum en tók á mig rögg og kláraði um verslunarmannahelgina og var mjög ánægð með útkomuna og ég tala nú ekki um ömmustelpurnar sem fengu þessi dress

Thursday, August 25, 2011

Mamma og pabbi

Að gefnu tilefni set ég þessa mynd inná síðuna því mamma mín hefði orðið 85.ára ef hún hefði lifað
 en foreldrar mínir voru yndisleg og sakna ég þeirra mjög mikið.

Wednesday, August 24, 2011

Skokkur

Hún Embla Sif var mjög glöð með þenna skokk sem ég prjónaði handa henni. Uppskriftin var í Prjónbl. Ýr og garnið var smart  var litríkur og þægilegur

Veggteppi

Whimsicals efni og bækur frá henni er eitt að mínu upp áhals.Var mjög ánægð með þetta veggteppi sem ég gaf svo systir minn í afmælisgjöf litirnir og munstrið í efnunum eru bara æðisleg ég á annað veggteppi sem ég á eftir að setja hérna inn ég saumaði tréin og blómið úr ullar efni þannig kom meiri dýpt í teppið sjálft þegar búið var að hengja það upp

Tuesday, August 23, 2011

Húfur

Glæsilegar ömmustelpur með húfur sem ég prjónað handa þeim en ég búin að prjóna ótal húfur í gegnum árin með allskonar útfærslu ætla að athuga hvort ég get ekki fengið myndir af nokkrum því þær eru margar og fjölbreyttar   kannski ég sé til en fyrirsæturnar heita Kristjana Nótt (bláum og hvítum kjól) Karítas Steinunn(situr í fangi mömmu sinnar sem heitir Bettý)

Bangsateppi

Bangsateppi en ég búin að gera 3 stykki af þessu líka með smá litabreytingum en ekki miklum Ég eignaðist 3 ömmustelpur á 4 árum og fengu .þær svona teppi á eins árs afmælinu sínu og þetta er það skemmtilegast sem ég geri í bútasaum. það eru dætur mínar sem halda á teppinu fyrir mig

Barnateppi

Ég var mjög hrifin að þessu barnateppi því ég er búin að gera 3 svona teppi handa barnabörnunum sem hafa komið í heimin . En síðustu tveimur breytti ég þannig að ég notaði flís sem bakefni því þá varð teppið miklu hlýrra og sló það að í gegn og ég sjálf var bara nokkuð ánægð með þessa breytingu..

Sunday, August 21, 2011

Vettlingar

Og hér er meira af véttlingum

Vettlingar

Svona vettlinga hef ég verið að gera bæði gefið og selt eru ótrúlega góðir þó ég segi sjálf frá ég held að ég sé búin að gera í kringum 50 stykki

Kjólar

Hér er tengdasonur minn með dætur sínar í kjólum sem ég prjónaði fyrir jólin á þær voru glæsilegar

Monday, August 15, 2011

Bakpoki

Svona er hann að framan

Bakpoki

Þennan poka saumaði ég og hafði keypt hann í Dísuklúbbnum hann er mjög fallegur og saumaður beint á bak var nýtt fyrir mig en auðvelt og gaman að gera

Friday, August 12, 2011

Námskeið hjá Guðrúnu Erlu

Saumaði þetta á námskeiði fyrir rúmum 2 árum og gaf Lindu Þórdísi í afmælisgjöf var mjög gaman að sauma það og gerði annað sem kemur líka inná síðuna en ég verð fyrst til að byrja með ýmislegt sem ég hef gert svona undan farin 2 ár eða svona um það bil.
Þetta teppi saumaði ég handa mömmu minni og gaf henni og notaði hún það ofan á rúmið sitt á sjúkrahúsinu og  var henni mjög annt um það en hún lést á síðasta ári og sakna ég hennar mjög  Blessuð sé minning hennar.

Barnateppi

Eitt af mínum fyrstu verkefnum var barnateppi sem ég gerði fyrir eitt barnabarnið mitt.

Wednesday, August 10, 2011

Upphafið

Jæja þá er best að fara gera eitthað hér langar að deila áhuga máli mínu með öðrum ef einhver sér þessa síðu
Ég heiti Þórdís Petra Ingimarsdóttir og er skrifstofustjóri að aðalstarfi en þar fyrir utan er eg forfallin handavinnu
og bútasaums fikill. Ég á 3 uppkomin börn og 8 barnabörn bý í Hafnarfirði og er alsæl með lífið

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...