Thursday, March 31, 2016

Peysa

Þessa prjónað ég ekki alls fyrir löngu og notaði ég peer gynt  og silki mohair garn og prjóna númer 6 og kemur hún bara vel út uppskriftin var í Tinnu blaði man ekki númerið á því en ég breytti henni örlítið en hún er hlý og góð ....

Fleiri blokkir

 
 Card Trick er  fyrst blokkin sem ég gerði  og var að hugsa um að hætta við hana og breyta litunum en þegar ég var búin að sauma kantin á hana þá snérist mér hugur og er bara ánægð með hana
Bargello, Trangel Star, Clam Shul, Quick Bon Tie, Celtic Appl og Card Trick hér eru þær allar saman komnar þær sem ég búin með
Clam Shul heitir þessi  og var svolítið snúið að gera þessa þurfti að rekja upp og byrja aftur en hafðist á endanum ..

Emilía og Rebekka

 Prónaði þessapeysu og vesti á ömmustelurnar en svona vildu þær . En þessi var fyrir Emilíu
en vestið fyrir Rebekku litir og munstur valið af henni

Saumaklúbbsverkefni

 Við erum 4 vinkonur sem erum í saumaklúbb og okkur datt í hug að hafa ákveðið verkefni sem við værum að gera allar ogvarð verkefnið Sampler quilt fyrir valinu
 og er ég búin að gera 8 blokkir en held að ég þurfi að gera 20 stykki en hér eru þrjár af mínum
en ég valdi þessa liti og finnst mér þeir bara koma vel út
en þetta er skemmtilegt verkefni því engin blokk er gerð með sömu aðferð og það er engin auðveld þannig að við förum allar út fyrir þægindarramman sýni hinar seinna

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...