Saturday, December 1, 2012

Jólakúlur

 Ég varð bara alveg heilluð að þessum jólakúlum en ég á því miður ekki bókin eftir þá Arne og Carlos
en stefni á að kaupa hana en þessi munstur fann ég á netinu þannig að ég á bara þessar í bili en ætla að prjóna fleiri því mér finnst eins fallegt að setja þær í skálar og vasa eins að hengja þær upp
en ég pjóna þær úr kamb garni en mér líkar það mjög vel en byrjað á að nota prjóna nr.3.25 en fannst þær of stórar þó svo ég gerði 3 svoleiðis en breytti í prjóna nr.2.5 og það var miklu fallegra og nokkuð minni það sést kannski á myndinni en þessa 3 aftari eru stærri.
En ég á bókina með dúkku uppskriftunum eftir sömu höfunda og er ætlunin að byrja á því fljótlega  Er mjög spennt að byrja á þeim.......

Jólabjöllur


Jæja þá er ég búin að hekla utan um séríuna sem er í eldhúsinu allt árið þess vegna hafði ég hana hvíta
en þetta er 20 bjöllur og er ég bara glöð með þær og það verður voða falleg endurkast á veggin þegar kveikt er á henni og það verður sveimer þá bara rómantískt sem mér finnst bara ágætt..

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...