Monday, February 4, 2019

Lambhúshetta

 Lambhúshetta það er að ég held í fyrsta skipti sem ég prjóna þannig húfu en mikið er hún falleg og gott lag á húfunni en uppskriftina fékk ég á ravelry.com/  og það var líka gaman að prjóna hana enda gerði ég tvær
 ég notað smart garn og prjóna nr. 3.5 - 4 og var ég að prjóna á barnabarnið hana Elísu en hún er tveggja ár og þurfti ég 2 dokkur og dúskana átti ég og er hún fallegust með tveimur

Friday, February 1, 2019

Vettlingar

 Ég er endalaust að prjóna vettlinga en þessir eru einstaklega fallegir og var gaman að prjóna þá
ég var með garn frá Litli prjónabúðinnu sem heitir CaMeRose og ég notaði prjóna nr. 2.5 en þetta er mjög mjúkt garn og gott að prjóna úr því og komu þeir vel út þéttir og mjúkir og fóru vel á hendi
Ég hef prjónað mikið að útprjónuðum vettlingum og hef prófað ýmiskonar garn og er ekki ánægð með allar tegundir í svona vettinga með munstri ætla ég ekki að prjóna aftur úr kambgarni því þeir hnökra svo mikið en lanett er gott og svo þetta sem ég notaði síðast það er líka gott við það að það er mikið á dokkunni að mig minnir 190m því er hægt að fá úr tveimur dokkum 2 pör og er það bara nokkuð gott

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...