Monday, March 7, 2022

Cathedral Grove

Sjal eftir Rosmary Hill (Romi) ótrúlega fallegt sjal sem ég fann á Ravelry og fannst ég verða að prjóna það svo hér er það klárað og strekkt og tilbúið til notkunar
það er ótrúlega mjúkt enda valdi ég garnið með það í huga er áður búin að prjóna úr samskonar garni en ég keypti það í Handprjón í Hafnarfirði
en það heitir Martin's Lab og Mad Tosh og ég notaði prjóna nr 3.5 það var gaman að prjóna það og ekki flókin uppskrift en hún er á ensku og ekki mikið mál að fara eftir henni góðar útskýringar
en þetta er samt í fyrsta skipti sem ég hélt að ég hefði keypt of lítið að garni en það var bara þetta eftir í bleika garninu en það var sem betur fer akkúrat því þetta hefði ekki nægt í eina umferð í við bót. Fallegt er það ❤

Saturday, March 5, 2022

Plast töskur

Þetta er frábær hugmynd af töskum sem hægt er að búa til í þeim stærðum sem maður óskar sér og er ég búin að gera nokkra bæði fyrir mig og dætur mínar og barnabörn en þær nota þær fyrir snyrtitöskur.
en hún vinkona mín hún Gunndís fann þessa uppskrift á youtube og er hægt að finna hana þar en slóðin er Flosstube# 23.5 how to make vinyl project bag en plastið er keypt í RL búðinni er bara dúkaplast en þetta er góð aðferð til að nota t.d.afgangs efni og búta sem eru til hjá manni þegar önnur verkefni klárast en hugmyndin er góð og ég nýtti mér það svo var líka gaman að sauma þessar voru öðruvísi

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...