Tuesday, August 6, 2013

Púði

Svo fann ég þetta efni heima hjá mér var búin að gleyma þessu en þetta er frá Whimsicals
og eru margar myndir á þessum panel og notaði ég eina að þessu sinni og stækkaði með efni á hliðunum
og kemur bara ágætlega út...

Heklað teppi

 Þá er ég byrjuð að hekla teppi sem verður afmælisgjöf og eru litirnir af ósk afmælisbarnsins
og eins og áður þá nota ég kambgarn og er mjög ánægð með það í teppi er hlýtt og mjúkt og ekki þungt
 ern það er frekar stórt 145-165 

Mörg skott

 Embla Sif kom í heimsókn og valdi sína húfu og varð þessi fyrir valinu, og eins og sést þá var hún mjög glöð

það eru mörg skott á þessari sem eru prjónuð  og sett á dúskur..

Sunday, August 4, 2013

Húfur húfur húfur

 Ég fór að prjóna húfur uppúr bókinni  Húfuprjón en ég fékk hana í afmælisgjöf í fyrra og
notaði afganga sem ég átti og á  en það eru nokkur höfuð sem vilja eignast þær og þetta er fyrsta
lota en tók nokkur kvöld að gera
 Þessari breytti ég aðeins en falleg er hún
 Ég átti inneign hjá Handprjón og keypti garn (þannig að það er ekki afgangur í þessari) sem heitir Baby Merino soft það er svo mjúkt
og ótrúlega fallegt garn og mæli ég með þessu garni er í dýrari kantinum en er drjúkt ....
 svo kom skotthúfan
 2 af 5 fyrirsætum komu og fengu að velja sér húfur og þurfti afinn ekki að troða sér á eina myndina
og aðeins að stríða þeim sem þeim þótti ekki leiðinlegt
Svo eru þær hérna Rebekka og Emilía ánægðar með sitt svo koma fleiri fyrirsætur seinna en þær eru í fríi

rúmteppi

 Þá er loksins að koma mynda á rúmteppið sem ég byrjaði á fyrir margt löngu
og er hér í fyrri færslum ég hef ekkert verið að flýta mér en allt er þetta handsaumað
og er mjög skemmtilegt en  mér gekk samt erfiðlega með öll þessi ber sem eru á hverjum glugga fyrir sig
en þau voru samtals 96 en tókst loksins eftir miklar vangaveltur um hvernig best þau kæmu út það er
hringlótt en ekki með alls kinns köntum eins og var fyrst þegar ég byrjaði ..
og svo var saumað saman og kantur saumaður á og allt passaði en ég er bara hálfnuð með teppið
því ég á eftir að sauma 40cm.kant á allan útsaumaðan hann kemur vonandi fljótlega

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...