Friday, October 26, 2012

Diskamottur

Ja hérna mér datt í hug að búa til diskamottur svona fyrir jólin ég á nokkuð að jólaefnum sem er gott að nota í svona verkefni en ég þurfti að kaupa aðeins í viðbót og er útkoman bara alveg ágæt en ég hafði enga uppskrift bara skar niður efni og saumaði saman ....tek það fram mjög einfalda uppskrift.....
 og svo fann ég gamalt blað sem er með jólahugmyndum sem ég ætla setja á miðjuna á mottunum og sauma í
 meira munstur
og svo er þetta heitið að blaðinu en það er nokkuð gamalt er mjög fallegt og eftir nokkra daga koma svo myndir af útkomunni ...spennandi...

Jólalöber

Jæja það eru að koma jóla allaveg er ég byrjuð að huga að þeim þessi var að klárast og er bara ágætur
en ég hef sagt frá því áður hér að þetta er mikið dúllerí en skemmtilegt annars væri ég ekki að búa það til en efnið valdi ég og keypti í virku. En litirnri koma ekki nógu vel út því birtan er að verða erfið en eins og ´sest þá var ég á sólpallinum að mynd og klukkan var 16.00 og aðeins farið að skyggja og ég ekki sú besta í faginu en verður að duga..

Ömmudúllur

 Jæja þá er ég byrjuð að gera ömmudúlluteppi og meiningi var að hafa það í þessari stærð  að dúllum en svo fór ég að raða þeim saman og fannst ég verða að gera eitthvað nýtt form á þeim svo mundi ég eftir því að fyrir mjög löngu síðan byrjaði ég á svona dúllum en í öðrum litum en kláraði það ekki þannig að ég ákvað að gera þær svona
hafa rauða litin og hvíta ráðandi liti og er ég bara mjög glöð með útkomuna en ég þarf að gera 88 stykki
miða við stærðina sem ég ætla að gera verður spennandi að sjá heildar útkomuna...en verkið gengur bara vel
miða við allt annað sem ég er að gera að það er ýmislegt...

Sokkar

Það er að koma vetur og þá þarf að prjóna sokka og vettlinga á börnin svo ég er byrjuð á því en mér finnst ekkert sérstaklega gaman að prjóna þessa hluti en geri það fyrir barnabörnin svo hér byrjunin en stundum gleymi ég að taka myndir og búin að gefa áður en ég veit af ...en það er svo sem ekki nauðsynlegt að setja allt hér inn sem ég geri .

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...