Wednesday, July 13, 2016

Efni

 Keypti mér þessi fallegu efni á netinu og tók bara 5 daga að fá þau ,en fannst þau alveg dásamleg lita samsetningin er bara æði er orðin spennt að búa eitthvað fallegt úr þeim
 En ég keypti þau af síðunni http://www.plushaddict.co.uk/all-fabric/quilting-fabric/by-manufacturer.html og svo mikið af flottum efnum að það er erfitt að velja.... en ég sló til því pundið er svo lágt núna
Svo keypti ég mér þenna skurðarhníf alltaf langað að eignast svona 60mm hníf ...er búin að prufa hann og líkar mjög vel ... gleymdi einu en á heimasíðunni sem ég var að kaupa á er hægt að breyta textanum á íslensku og er það mjög gott þó það sé ekki alveg orðrétt því ef ég er í vafa um eitthvað þá er gott að breyta textanum svo allt skiljist vel .....

Thursday, July 7, 2016

Ungbarna samfella

 Það er alveg ótrúlegt hvað það er margt sem hægt er að prjóna en þessa samfellu prjónaði ég í vor og var það fyrst bara tilraun hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera en uppskriftina fann ég á Drops.dk  en þar er svo margt fallegt
 og verð ég bara að segja að þetta var svo gaman að gera og á ég eftir að gera fleiri samfellur en líka er hægt að minnka munstrið en það þarf ekki að vera svona mikið en garnið keypti ég í Hagkaup og var það mjög mjúkt og áferða fallegt
H´er er svo þetta yndislega barn Hólmar Aron komin í og tekur sig líka svona vel út .....
og þá er tilgangnum náð bara gleði......

Bargello

 það er haldið áfram að búa til fleiri blokkir og nú fer þetta alveg að verða nóg en það koma alltaf fleiri blokkir sem gaman er að reyna sig við
 eins og þessi sem er fyrir neðan hana gerð ég óvart of litla og þá var bara að byrja aftur og gera aðeins stærri
eins og sést á myndinni er svolítill stærðarmunur en þess er gerð með pappíssaum og þrætt saman
og svo raðað saman og gert munstur og saumað saman
 en þessi aðferð í bútasaumnum finnst mér mjög skemmtilegt að gera, þetta er það sem ég heillaðist af fyrst og fór á námskeið í bútasaum en þessi aðferð var ekki það fyrsta sem ég lærði því fyrst er að læra bjálkakofa aðferðina þá koma aðrað aðferðir koll af kolli því er þetta verkefni svo skemmtilegt því það er ögrun í hverri blokk
Svo er komið að Trip Around Word allar heita þær fallegum nöfnum og þessi sem er mjög einföld en falleg því það er hægt að raða litum að vild en svona varð þessi blokk kannski í dekkri kantinum en þá hef ég aðrar ljósari á ´móti
það til síðar ....

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...