Wednesday, April 18, 2012

Heklaður....

Ég fann þessa uppskrift og fannst hún mjög spennandi en þetta er púði sem er heklaður í hring og hægt að ráða hvað ég vill hafa hann stóran er svona hálfnuð með hann en uppskriftina er að finna á heimasíðu hjá Attic24.typepad.com er frábær síða litagleði og fjör hjá henni er líka inná Ravelty.com og þar er ferlið sýnt því mjög auðvelt að gera þennan púða en garnið keypti ég hjá Handprjón.is og heitir Raita og skiptir litum og er til í mörgum útgáfum en þetta eru mínir litir en ætla líka að gera annan sem er lita glaðari en ég er að hekla þennan í vinnunni ekki þannig að ég sé að svindla en ég hef klukkutíma í mat og nenni ekki að vera í tölvunni þannig að hekla er bara ágætt en ég er bíllaus og engar búðir nálægt þannig að þetta er ágætt........
sýni svo báða þegar ég verð búin mað þá..............

Tuesday, April 17, 2012

Karítas og Nera

Þær komu í heimsókn til okkar þær eru bara svo flottar að ég verð að setja þessa mynd af þeim hér
Nera er lítill Pug hundategund og ótrúlega mikið krútt var þarna að fylgjast með þegar tekið var í spil yfir páskana
og Karítas er alveg yndisleg   ....... Nera er svo svört að hún varla sést set betri mynd seinna....

Fiðrildasjal

Ég hafði áður sýnt mynda af því hálfkláruðu  og eins og sést þá kláraði ég það og er bara nokkuð ánægð með útkomuna en veit ekki hvort ég nota það sjálf eða gef það er ekki alveg eins og myndin sem ég fékk með en hver veit .Það var ekki mikið mál að prjóna þetta og bara nokkuð gaman og mjög gott að gera það um leið og ég horfi á sjónvarpið...

Bollakökupottaleppur

Bollakökup..............  ég veit ekki hvort ég tími að nota hann allaveg ekki strax nei ég segi nú bara svona
auðvita nota ég hann þess vegna saumaði ég hann er bara mjög fallegur                                                                                 
emoticon-blowing-a-kiss
                                                                                                   

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...