Wednesday, September 4, 2013

Skálar

 Það ýmislegt sem ég prufa þesssa dagana en ég gerði þessa skálar úr perlum bæði litlum og stórum og er bara glöð með þær
 dundaði mér við að raða þeim í mót og setja þær svo inní ofn og bræða og koma árangurinn mér bara á óvart
 það er hægt að nota þær undir ýmislegt
eins sést hér nammi og snakk og svo má líka bara hafa þær uppá punt eða bara hvað sem er

Fallegir pokar

Sá þessa uppskrift á einhverri heimasíðu og fannst þeir flottir og varð að prufa að sauma nokkra á svo mikið að efnum sem ég keypti í Storkinum sem eru svo litrík og flott og hægt að nota á marga vegu
t.d hægt að nota inná baði eða bara undir ýmislegt .....

Tuesday, September 3, 2013

Húfur

 Þá eru allar húfurnar komnar til eigandanna þetta er hún Karítas en hún valdi sjálf litina en þeir eru fjólublár ,rauður,og bleikur
 og svo sýnir Kristjana hvernig húfan lítur út að aftan en á toppnum er prjónuð 2 bönd sem mynda slaufuna og kemur bara  ágætlega út en hennar er fjólublá og bleik
 Ragnar Dagur er hér með sýna svört,gul og rauð en þær eru allar prjónaðar úr kambgarni og á prjóna nr.3
neinei er ekki afinn komin til að vera með á mynd og aðeins að hrekkja þau...en allt á góðum nótum....

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...