Monday, May 21, 2012

Bakpoki Emblu


Þennan bakpoka gerði ég handa Emblu Sif til að nota í leikskólan en það er mjög gaman að sauma hann
en það er gert beint á bak það er alveg hægt að segja að þetta sé einfalt en það eru mörg saumasporin sem þarf að gera bæði í vél og  í höndunum en það er alveg þess virði því þessi poki er mjög fallegur en hann er úr Disadesign klúbbnum ........ 

Annar púði

 Ég fór að skoða afganga af garni sem ég á því er búin að prjóna nokkrar peysur úr Smart garni og á
mikið af afgöngum og núna sá ég tækifæri til að nýta þá og er útkoman bara mjög falleg
 Svo er að hekla framhlið og bak saman og ég nýtti alla enda sem ég átti það fara í púðan svona
220 til 250 gröm að garni í púðan svona ef miðað er við er við þessa stærð sem er alveg ágæt......
og að lokum lítur hann svona út bara fallegur í þessu líka góða veðri á Sigló þar sem ég ætla að hafa hann
hann er lita glaður og hentar vel í sumarhúsinu ............ og það best við þetta verkefni er að ég er búin að klár garnið sem ég var alltaf að færa til í skápnum  því ekki var hægt að nota þá í neytt því litanúmerin voru ekki þau sömu þó litirnir væru eins 


                                                        
Quilted stars divider

Friday, May 4, 2012

Heklaði púðin


jæja þá er púðin búin en ég kláraði hann í dag en ég var komin með hann heim því það gekk ekki nógu hratt að klára hann
í matartímanum enda var það bara smá grín   en púðan er ég mjög ánægð með og liturinn finnst mér fallegur  og kannski geri ég annan til að hafa í sumarhúsinu því það er líka gott að liggja á honum er mjúkur................




                                                                   
♥  ♥  ♥  ♥  ♥

Trefla eða Vafningar

Saumaði svona trefla var mjög einfalt en við mæðgur fórum og keyptum efni minnir að það hafi verið 6 bútar sem voru 40 cm og fengum út úr þessu 4 svona vafninga en ég átti fyrir búta sem við notuðum líka en verðið var ekkert í samanburði við að kaupa svona tilbúið. eru bara flottir og mjög gott að nota þá og eru glaðlegir litir ...

peysur

Tvær barna lopapeysur kláraði ég en ég fór í ferðalag norður og þá er gott að prjóna í bílnum en munstrið keypti ég í Fjarðarkaup og var ótrúlega gaman að prjóna þessa peysur en þær eru á 6 ára og 4 ára og eru prjónaðar úr léttlopa og bara voða fallegar og ömmustelpurnar voru glaðar með þær set mynd af þeim í peysunum bráðum...........

Kerti


Fór í Föndru og sá falleg kerti og keypti efni til að útbúa svona hefur svosem verði mikið sýnt af svona á netinu en ég hafði ekki prufað þetta var bar glöð með útkomuna en á eftir að brenna kertin í langan tíma áður en þau fara að virka eins og ég vill en efnið sem ég keypti heitir kerzen Potch og er borið tvisvar á kertið en ég setti líka aukaumferð á pappírinn

Thimbleberries teppi

Loksins loksins kláraði ég þetta teppi var bara leti í mér loksins kláraði ég að kvilta það en ég breytti því frá upphaflegu formi eða að dóttir mín vildi hafa það svona því ég gaf henni það , og eins og fyrri daginn setti ég flís á bakið því það er miklu hlýrra þegar kúruteppi á í hlut og er ég bara mjög ánægð með það en hús og tré heilla mig mikið........,,

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...