Monday, March 7, 2022

Cathedral Grove

Sjal eftir Rosmary Hill (Romi) ótrúlega fallegt sjal sem ég fann á Ravelry og fannst ég verða að prjóna það svo hér er það klárað og strekkt og tilbúið til notkunar
það er ótrúlega mjúkt enda valdi ég garnið með það í huga er áður búin að prjóna úr samskonar garni en ég keypti það í Handprjón í Hafnarfirði
en það heitir Martin's Lab og Mad Tosh og ég notaði prjóna nr 3.5 það var gaman að prjóna það og ekki flókin uppskrift en hún er á ensku og ekki mikið mál að fara eftir henni góðar útskýringar
en þetta er samt í fyrsta skipti sem ég hélt að ég hefði keypt of lítið að garni en það var bara þetta eftir í bleika garninu en það var sem betur fer akkúrat því þetta hefði ekki nægt í eina umferð í við bót. Fallegt er það ❤

No comments:

Post a Comment

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...