Sunday, August 4, 2013

Húfur húfur húfur

 Ég fór að prjóna húfur uppúr bókinni  Húfuprjón en ég fékk hana í afmælisgjöf í fyrra og
notaði afganga sem ég átti og á  en það eru nokkur höfuð sem vilja eignast þær og þetta er fyrsta
lota en tók nokkur kvöld að gera
 Þessari breytti ég aðeins en falleg er hún
 Ég átti inneign hjá Handprjón og keypti garn (þannig að það er ekki afgangur í þessari) sem heitir Baby Merino soft það er svo mjúkt
og ótrúlega fallegt garn og mæli ég með þessu garni er í dýrari kantinum en er drjúkt ....
 svo kom skotthúfan
 2 af 5 fyrirsætum komu og fengu að velja sér húfur og þurfti afinn ekki að troða sér á eina myndina
og aðeins að stríða þeim sem þeim þótti ekki leiðinlegt
Svo eru þær hérna Rebekka og Emilía ánægðar með sitt svo koma fleiri fyrirsætur seinna en þær eru í fríi

No comments:

Post a Comment

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir en ...