Wednesday, December 9, 2015

Heklað hjartarteppi

 Nú er ég líka búin að hekla þetta teppi en ég fór og lærði þetta munstur hjá heimilisiðnaðarfélaginu
og var mjög gaman að hekla þetta munstur sem er kallað "hjartatmunstur"
 en eins og sést þá er það ekki eins báðum megin því er hægt að nota það á báða vegu
 en eins og áður þá heklaði ég það úr kambgarni en ég man ekki hvað fóru margar dokkur en þær voru þó nokkrar  en stærðin endaði 120 - 210 svona c.a.

 og svo heklaði ég á það fallega kant
 og svo er hérna afrakstur síðustu mánaða og er bara ánægð með árangurinn
en inná milli var líka ýmislegt annað gert en á eftir setja það hér inn kemur seinna..

ég þarf að vera duglegri að setja hér inn ....... þar til síðar..

Teppi

 Þa er ég loksins búin með þessi teppi og þetta seinna teppið úr efnum sem ég hafði keypt í Storkinum
en nú eru þau orðin tvö ég setti fjólubláan kant á fyrra teppið en bleikan á það seinna og koma þau vel út

 eins og sést hér
og svo var restin af efnunum notuð í bakið ... en fyrra teppið er hér neðar á síðunni....

Thursday, July 9, 2015

Ungbarnasett

 Þegar von er barni í fjölskyldunni þá er farið að huga að því hvað sé hægt sé að búa til handa væntanlegu erfinga svo svona sett varð útkoman  uppskriftin að peysunni er úr ýr blaði en ég breytti henni aðeins en buxurnar eru eins ég vildi hafa þær semsagt þægilegar en húfan er gömul uuppskrift sem er mjög algeng (djöflahúfa vont nafn) en fallegar eru þær en hosurnar og vettlingarnir eru gömul uppskrift sem ég hef oft prjónað og eru alltaf jafn fallegir...
og svo ein húfa í viðbót úr silkigarni sem er mjög mjúkt og prjónast mjög vel en myndin er ekki góð því liturinn er fallega ljósblár

Downton abbey

 jæja loksins kláraði ég teppið sem ég var byrjuð að sauma í haust en setti svo bara í geymslu en manaði mig í að klára það en þessar rauðu klemmur sem eru á bindingunni eru bara snild að nota halda vel við og gengur betur að sauma bindinguna á
 en ég keypti þær í Storkinum og mæli ég með þeim ,mér gekk ágætlega að kvilta teppið
 og svona lítur það út þegar búið er að kvilta það og sauma bindingun á
 og bakið er líka með efnium úr þessari sauma línu og var verið að nýta síðustu bútana sem eftir voru og kemur bara ágætlega út
 svo er bara að bíða og vona að þættirnir verði sýndir fljótlega svo það sé hægt að njóta þessa að horfa á þá vafin inní hlýtt teppi með efnum sem eru úr þessari þáttaröð en ég er einlægur aðdáandi þeirra  þátta
sko þaðer bara glæsilegt svona á sófaarminu og líka bara hið fínast teppi ....þar til síðar....

SAUMA saman veski

 Það er alltaf jafn gaman að sauma svona veski svo ég dreif í því að sauma eitt í viðbót og það var í litum sem mér finnst fallegir
það rautt ,svart og grátt  enþað er mjög gaman að sauma þessar töskur og ég tala nú ekki um notagildið þvi það er ýmislegt hægt að geyma í þeim.....

Teppi

Svona verður það svo endanlega og svo er bara að klára bakið og sauma það saman eða kvilta það  er víst réttara en öll þessi efni eru úr Storkinum og eru litrík og falleg og tóna öll vel saman og á ég efni í annað teppi sem ég ætla að sauma síðar ...

Ræmusaumur

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er loksins komin mynda á ræmusaumin sem ég var byrjuð á
 
og saumaði ég 28 ferninga en svo var að ákveða hvernig ég vildi
raða þeim svo saman
 og fannst mér fallegast að hafa hvítan lit og kemur það bara mjög vel út
 en þetta eru allt 2 tommu ræmur sem ágæt stærð til að sauma úr
svona lítur teppið út áður en ég sauma á það kantinn

Wednesday, May 6, 2015

Ræmusaumur

 það  er einhver veginn þannig að þeir sem eru í bútasaum eiga mikið af allskonar efnum sem er
ekki alltaf þægilegt því stundum veit maður ekki hvað er hægtað sauma úr öllum efnunum ... en ég hef verið að kaupa efni í Storknum sem mér finnst falleg en ekki alveg búin að hugsa hvað égvildi nota þau í
 en svo sá ég munstur sem heillaði mig en fann ekki uppskrift af því þa´bara sest niður og reynt að finna út aðferðina sem ekki tók langan tíma en samt .... ar efnin niður í 2"tommu ræmur ogbyrjaði að sauma saman
og svona varð útkoman en á samt eftir að sauma kannt á þessa prufu sem verður sennilega hvítur enhver blokk eins og er á myndinni er um 9"tommur  en ég á allaveg í kringum 50 mismunandi búta í allskonar útgáfum verður gaman að sjá útkomuna ........ meira seinna....

Kerti

 Og svo var búið til kerti fyrir drenginn sem varð bara fallegt....
svo er hann hér fermdur með ömmu og afa..........

Fermingarkúlur

 Það á fara að ferma barnabarnið mitt hann Ragnar Dag því var farið á stúfana og athugaðhvað er til í búðum af skrauti og hvað er áhugavert ýmislegt var keypt og annað sem ég sá að var hægt að búa til og þar komu þessa sætu kúlur til sögunnar þær í födru sýndu mér hvernig þetta væri gert og það var bara byrjað..... fyrst var keypt stífelsislím sem var mjög gott og svo leytað að garni sem hentaði og fundum við það loksins ó handprjón en það er ekki hægt að nota hvað sem er því garn drekkur mis mikið í sig...
  svo var bara byrjað að blása upp blöðrur og vefja garnið utanum og látið þorna í ein sólahring ogbingó heppnaðist svona vel
það voru búnar til milli 60 og 70 stykki af öllum stærðum og gerðum ogvar ég bara ánægð með árangurinn  ....

Tuesday, March 10, 2015

Ótrúlegt ,,Vettlingar

jæja þá koma síðustu vettlingarnir þennan veturinn en þessa prjónaði ég loksins á eiginmannin
ég nota kambgarn en mér finnst það mjög gott þó að það hnökri aðeins en mér finnst þeir ´halda betur hita á höndunum heldur en lanett garnið sem ég hef líka prjónað vettlinga úr......

Prjónaveski

 loksins lét ég verða af því að sauma mér prjónaveski
 og svo fór ég og keypti ég mér svona fínar klemmur til að halda bindingunni og það virkar líka svona vel er þvílíkt ánægð með þær
 en aftur að prjónaveskinu það var mjög einfalt að sauma þetta og keypti ég efnið frá Akureyri það er segja í Quiltbúðinni þær eru bara snillingar , án þess að sjá það og er ég þvíkílt ánægð með það eru alveg að mínum smekk
 en þaðvar svo skreytt pínulítið með stöfum og blómi
 og svo vöru herleg heitin prufuð og virka líka svona vel þannig aðnúna eru prjónarnir á einum stað
og ég finn þá fyrirhafnarlaust

og svo er því lokað með svona fínni slaufu  semsagt dásamlegt 

Barnabörnin

Hér eru barnabörnin með húfur sem ég gerði handa þeim og eru þær mjög glaðar með þær svo vildi tengdasonurinn endilega vera með á myndinni en hann á ekki húfu..

gleymdi einni

en þessa á Gunndís

Bútasaumsklúbbur

 Við erum fjórar vinkonur sem hittumst einu sinni í mánuði og saumum saman og nú ætlum við að gera verkefni sem verður stórt og fallegt teppi sem við ætlum að gera en hér er hægt að sjá hvað við höfum ólíkan smekk en allar eru þær mjög fallegar og verður spennandi að sjá eftir svona eitt ár hvernig útkoman verður verður spennandi . En þessa prufu á ég
 

 þessa á Sonja
og þessa á Jóna

En og aftur húfur og vettlingar

Föndursíða Þórdísar:      


Er enn að prjóna húfur enda er veðrið ekki upp á marga fiska þennan veturinn en ég prjóna úr kambgarninu og hef það tvöfalt og dúskana keypti ég frá aliexpress og kostuð þeir brot af því sem þeir kosta hér á landi... því miður er verðið of hátt á Íslandi 

og svo er ég líka að prjón tvíbanda vettlinga og allfaf að finna´ný munstur og reyna við þau og gengur mér bara þokkaæega er allaveg mjög glöð mað þá....

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...