Friday, November 29, 2019

Hvíldar koddi

 Við vinkonurnar í bútaklúbbnum okkar fundum þessa uppskrift á netinu og fannst mér þessi hugmynd alveg dásamleg fótr og keypti kodda í Rúmfatalagernum 50 x 50 og fór svo í Bóthildi og fann þetta fallega erfni
 sem var dásamlega fallegt sneið og saumaði en setti vasa framan á koddan til að setjaa bækur í og svo var sett hald svo hægt væri auðveldara að færa hann á milli með bókum í og svo bara leggjast og
skoða bækurnar í góðri hvíld hvað er hæægt að hugsa sér betra veit að Elísa Bettý á eftir að verða glöð með þetta

Tuesday, November 12, 2019

Vertices Unite

 Þá er eitt sjal í viðbót við öll hin en þetta er afmælisgjöf sem var pínu áskorun því svona hef ég ekki gert áður en þetta er eftir Stephan West og heitir Vertices Unite og er kaflaskipt en mér fannst ekki mjög gaman að prjóna þetta sjal svona til að byrja með en var mjög sátt þegar ég var búin að skilja uppskriftina
 en erfiðast er að byrja á þriðja hlutanum en þegar það er komið er þetta bara einfalt
 Ég keypti garnið í garngöngunni sem var núna í haust í Handprjón í Hafnarfirði
og það alveg dásamlega mjúkt það heitir Madeline Tosh ég notaði prjón númer 3.5
 Er mjög fallegt og ég bara ánægð með það vonandi gleður það afmælisbarnið sem ég veit að það gerir
Svo er þetta afgangurinn af garninu en það fór mikið garn í þetta sjal

Wednesday, September 11, 2019

Fleiri sjöl

 Það er stundum að ég dett í eitthvað sem ég ætla mér alls ekki og það er t.d að prjóna sjöl en hér er ég með fiðrilda sjal sem mér finnst mjög fallegt en ég sá þetta á facebook síðu hjá henni Helgu  Ott
sem er vinkona mín þar og spurði hvar hún hefði keypt garnið því mér fannst það alveg dásamlegt
en til að gera langa sögu stutta þá keypti hún fyrir mig garn á Alicante sem heitir Viking Nordlys
 og dásamleg mjúkt og gott að prjón úr því en í sjalið fóru 3 dokkur og prjónað á prjóna n.3.5 en uppskriftina keypti ég á Ravelry finnst samt leitt að þetta garn sé ekki til hér á landi en ég ætla að gefa það í afmælisgjöf.
Svo er það Sjalið Hel sem ég er að gera í annað sinn en það er skemmtilegt að prjóna það þó að blúnda geti stundum gert mann brjálaðan en falleg er hún. Ég keyti garnið í Litluprjónabúðinn og garnið heitir The Uncommon thread ,tough sock og er líka dásamlega mjúkt og gott að prjón úr því
en ég gerði þetta sjal stærra en það sem ég gerði áður  það 1.9m á lengd og 90 cm á breidd ég gerði það bara til að nýta garnið sem best því það er óþarfi að skilja eftir smá garn sem nýtist í ekki neitt
ég notaði prjón nr.3.5 og 4.0 og finnst mér það góð stærð verður fínlegt og fallegt
 Svo er hér sjölin þrjú sem ég hef gert í sumar og er bara glöð með þetta og á ég alveg eftir að gera fleiri sjöl aftur kannski ekki eins og þessi en hvað veit ég ef ég finn fallega liti sem mér langar í þá prjón ég bara
svo er líka alveg dásamlegt að gefa svona fallegar gjafir

Friday, August 30, 2019

Húfur

Húfuprjón það er gott að nota afganga af garni til að prjón þessar húfur en þær eru fljótprjónaðar og svo eru þær fallegar og passa líka vel á litla unga en ég nota Lanett garn og prjóna nr, 2.5  en dúskarnir eru frá Ali

Friday, August 9, 2019

Sjöl

 Svo er það sjala prjón sem ég búin að vera gera í sumar og er alveg að klára en það er mjög skemmtilegt að prjóna en garnið var keypt fyrir mig á spáni og heitir Nordlys og ótrúlega mjúkt og fallegt en uppskriftin heitir Fiðrildi og keypti ég uppskriftina á Ravelry og sýni ég það aftur þegar ég verð búin að strekkja
 Svo er það næsta verkefni það er Hel sem ég keypti uppskrift og garn í Litluprjónabúðinni
 ég er búin að prjóna það áður en ætla að gera 2 önnur því þetta sjal er mjög fallegt og ekki leiðinlegt að prjóna verður spennandi

Ein Rúnni Júll

 Ein Rúnni Júll langað að prjóna eina bláa svo til að breyta aðeins en það er engin vandræði að koma henni til einhvers því alltaf eru að fæðast lítil börn
en þessi stærð er á 1.árs og prjónað úr smart garni á pr. 3.5

Gjöf fyrir litla frænku

 Eitt barna settið enn sem ég geri en þessi var handa lítilli frænku sem kom í heimin 22 maí
en hún fæddist á Akureyri
 en það er alltaf jafn gaman að prjóna svona gjafir og er þessi litur mikið inn þetta sumarið
en fallegur er hann en garnið er Lanett og prjónað á prjón nr.2.5

Ennisband

Hér kemur ennisband sem ég er loksins búin að klára við peysuna sem er hér neðar í færslu

Monday, June 24, 2019

Sjal

Þá er þetta sjal tilbúið ef verið að prjóna þetta svona annað slagið í vetur var ekkert voðalega spennt að klára það var svolítið óánægð með lita valið hjá mér en var búin að vinda það upp og gat því ekki skipt er stundum fljótfær
en svo tók ég mig til og strekkti það og ég verð að segja að það er bara fallegt og lengdin á því eru rúmir 2.metrar en garnið keypti ég í Litlu Prjónabúðinni og það heitir Uncommon Thread Tough sock en ég valdi að hafa 3 liti í því en það er líka hægt að hafa 9 liti að mig minnir en það fannst mér of mikið en blúndan var prjónuð eftir fram og tilbaka eða samtals 40 lauf en var þess virði er bara ótrúlega fallegt.

Wednesday, June 19, 2019

Ungbarnaprjón

 Þá er ég en og aftur að prjóna ungbarnaföt að vísu finnst mér það skemmtilegt en þessi peysa hefur enga sérstaka uppskrift heldur er þetta munstur sem ég fann ákvað að setja í ungbarnapeysu en ég orðin nokkuð viss hvaða lykkjufjölda á að nota í svo uppskrift
 því er það ekki flókið að breyta munsti en þetta er mjög fallegt munstur og kemur vel út
 svo er það þessi sígilda húfa en þetta er besta uppskrift af húfu sem ég á og prjóna mjög mikið því hún passar svo vel á höfuð barna svo er hún svo ótrúlega falleg
 hosur sem eru gömul uppskrift en búið að uppfæra hana en það gerði hún Jóna sem prjónar undir nafninu prjónajóna og vettlingar
þetta sett prjónaði ég fyrir vinkonu mín og notaði Lanett garnið og pr nr. 2.5

Prym Ergononmics prjónar



Þessa prjóna sá ég á netinu um daginn og fannst þeir spennandi og pantaði mér hjá
STROFF
www.stroff.is   og ég verð að segja að þeir komu á óvart eru ótrúlega mjúkir og mjög gott að prjóna með þeim
oddurinn er allt öðruvísi en á gömlu prjónunum og svo heyrist ekkert þegar prjónað er mæli með þessum en þeir eru ekki ódýrir en eru alveg þess virði að kaupa þá 

Friday, June 14, 2019

Söngfugl og Fíll

 Söngfugl eftir Kay Bojesen finnst mér afar fallegur en þegar ég rakst á uppskrift af honum þá sló ég til og það er mjög gaman að hekla þennan og svo getur maður ráðið litum sem hver vill ég er búin að gera fleiri en á eftir að sauma þá saman og þá sýni ég þá
 Svo er það þessi fíll sem ég er svo glöð með sá hann á danskri síði og er að dúlla mér við þetta í matartímanum í vinnunni
 tala nú ekki um þegar sólin skín þa´er það draumur í dós að sitja úti og hekla
hann er fallegur frá öllum hliðum þessi elska mér finnst gaman að gera svona litla hluti og svo eru þeir bara dúllulegir. Garnið er bómullar mandarin Petit eða bara það sem ég á  og heklunál nr.2.5


Monday, June 3, 2019

Bubblupeysa

 Það var bara ágætt að prjóna þessa peysu fljótleg og kemur skemmtilega út
 Ég keypti uppskriftina á Knillax en ég notaði Smart garnið og prjóna nr. 3.5 prufaði að nota fyrst prjóna nr 4 fannst hún þá verð svo breið svo ég rakti hana upp og notaði nr.3,5 en ég var að prjóna á 3 ára barn
 og mér finnst bubblurnar koma vel út með þessu garni í uppskriftinni er mælt með Dale Lerker garni
en ef ég prjóna aðra þá ætla ég að nota aftur smart garnið en gera hana stærri það er síðari og lengri ermar en gefið var upp
ég ýkti ekki bakið það er að segja ég prjónaði ekki styttri umferðir fram og til baka finnst það strákalegra en falleg á þeim
En hérna er hún Elísa Bettý komin í peysun og er stórglæsileg eins og alltaf

Monday, February 4, 2019

Lambhúshetta

 Lambhúshetta það er að ég held í fyrsta skipti sem ég prjóna þannig húfu en mikið er hún falleg og gott lag á húfunni en uppskriftina fékk ég á ravelry.com/  og það var líka gaman að prjóna hana enda gerði ég tvær
 ég notað smart garn og prjóna nr. 3.5 - 4 og var ég að prjóna á barnabarnið hana Elísu en hún er tveggja ár og þurfti ég 2 dokkur og dúskana átti ég og er hún fallegust með tveimur

Friday, February 1, 2019

Vettlingar

 Ég er endalaust að prjóna vettlinga en þessir eru einstaklega fallegir og var gaman að prjóna þá
ég var með garn frá Litli prjónabúðinnu sem heitir CaMeRose og ég notaði prjóna nr. 2.5 en þetta er mjög mjúkt garn og gott að prjóna úr því og komu þeir vel út þéttir og mjúkir og fóru vel á hendi
Ég hef prjónað mikið að útprjónuðum vettlingum og hef prófað ýmiskonar garn og er ekki ánægð með allar tegundir í svona vettinga með munstri ætla ég ekki að prjóna aftur úr kambgarni því þeir hnökra svo mikið en lanett er gott og svo þetta sem ég notaði síðast það er líka gott við það að það er mikið á dokkunni að mig minnir 190m því er hægt að fá úr tveimur dokkum 2 pör og er það bara nokkuð gott

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...