Friday, February 1, 2019

Vettlingar

 Ég er endalaust að prjóna vettlinga en þessir eru einstaklega fallegir og var gaman að prjóna þá
ég var með garn frá Litli prjónabúðinnu sem heitir CaMeRose og ég notaði prjóna nr. 2.5 en þetta er mjög mjúkt garn og gott að prjóna úr því og komu þeir vel út þéttir og mjúkir og fóru vel á hendi
Ég hef prjónað mikið að útprjónuðum vettlingum og hef prófað ýmiskonar garn og er ekki ánægð með allar tegundir í svona vettinga með munstri ætla ég ekki að prjóna aftur úr kambgarni því þeir hnökra svo mikið en lanett er gott og svo þetta sem ég notaði síðast það er líka gott við það að það er mikið á dokkunni að mig minnir 190m því er hægt að fá úr tveimur dokkum 2 pör og er það bara nokkuð gott

No comments:

Post a Comment

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...