Friday, June 14, 2019

Söngfugl og Fíll

 Söngfugl eftir Kay Bojesen finnst mér afar fallegur en þegar ég rakst á uppskrift af honum þá sló ég til og það er mjög gaman að hekla þennan og svo getur maður ráðið litum sem hver vill ég er búin að gera fleiri en á eftir að sauma þá saman og þá sýni ég þá
 Svo er það þessi fíll sem ég er svo glöð með sá hann á danskri síði og er að dúlla mér við þetta í matartímanum í vinnunni
 tala nú ekki um þegar sólin skín þa´er það draumur í dós að sitja úti og hekla
hann er fallegur frá öllum hliðum þessi elska mér finnst gaman að gera svona litla hluti og svo eru þeir bara dúllulegir. Garnið er bómullar mandarin Petit eða bara það sem ég á  og heklunál nr.2.5


No comments:

Post a Comment

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...