Thursday, September 22, 2011

Stjörnur

Svo kemur hin útgáfan að stjörnuteppinu sem ég saumaði er litríkt og fallegt en dóttir mín (Bettý) valdi sjálf efnið í teppið og ég saumaði en efnið keyptum´við í Bót á Selfossi  hún vildi líka að ég saumaði bakið með flís efni því þá væri það miklu hlýrra ég hafði smá efasemdir um það en lét til leiðast og útkoman var bara alveg ótrúleg og það er fyrir mestu að hún var alsæl með árangurinn gott að kúra undir á köldum kvöldum við sjónvarpið. Það er um að gera að breyta til og gera ekki alltaf og eins segir í fræðunum alla vega er ég til í breyta ef það hentar og er fallegt " þannig er nú það" (orðið háfleyg)

Afmælisengill

Hrikalega fallegir englar sem eru í Disuquilt bókinni og er alveg ótrúlega falleg hjá henni er bók sem ég passa vel en ég saumaði nokkur svona viskustykki (ég held 12 stk) og gaf  dætrum,systrum tengdadóttir og frænkum í afmælisgjafir með ýmsum útgáfum að englum og slógu í gegn eða þannig eru ótrúlega krúttlegir

Tuesday, September 20, 2011

Emilía Ragnheiður

Hér er svo mynd af yngsta barnabarninu en hún á bangsateppið sem er hér neðar á síðunni en mynda
af henni verður að vera hér líka er alveg yndisleg þessi elska. En hún Linda Þórdís sendi mér ekki mynda af sér þannig að hún kemur bara síðar en þú eiga heima á Sauðárkrók þannig að ég hitti þau ekki eins oft og ég vild og sakna ég þeirra mikið en svona er þetta en bara

Rebekka Helena

Hér er svo eigandin hún Rebekka Helena brosandi út að eyrum eins og alltaf. Vantar eina tönn en það er svo krúttlegt

Rauðhettuteppi

Rauðhettuteppi  var keypt í Bót fyrir nokkrum árum en  litirnir og áprentuðum panelum finnst mér svakalega fallegt og ég tala nú ekki um söguþráðin í myndunum, er bara fallegt en eins og allir vita að ævintýri eru aldrei of oft sögð og ekki verra að eiga það í teppi sem hægt er að kúra á og lesa í leiðinni um Rauðhettu og úlfinn  bara gaman

Reynir

Og hér er svo Reynir ánægður með teppið sitt

Púslteppi

Púslteppi litríkt og skrautlegt saumaði ég handa Reynir Bjarkan en teppið sá ég í bóthildi þegar hún var og hét
og fannst mjög sniðugt handa börnum uppskriftin einföld því hún var í rauninni engin bara 9 tommur og svo bara að útfæra hugmynda  út frá því var mér sagt en svona varð útkoman

Thursday, September 15, 2011

Bolli

Ég fór ég á ljósanótt ásamt dóttur minna og 2 dætrum hennar það var yndisleg veðrið eins og best varð á kosið. En á heimleiðinni fórum við   í Kaffitár til að fá okkur hressingu   rak ég þá ekki augun í þennan bolla og stóð það ekki varð að kaupa hann en nafni á honum er LITA GLEÐI munstrið er alveg æðislegt og núna er bara drukkið úr honum. Munstið minnir mig á að sauma mína búta þannig að hann er ekki bara fallegur hann er líka hvatning til frekari verka jamjam........

Meira P

Og svona´ætla ég að hafa þetta eina umferð ljósa kemur alveg ágætlega út ég verð bara ánægð með þetta
En það var nú þannig að þegar ég kom inní Bóthild á sínum tíma og sagðist langa að læra bútasaum þá sagði Jóhanna við mig horðu í kringum og skoðaðu teppin sem eru hér uppá vegg og hvað heillar þig mest í þessari flóru bútas...... þá benti ég einmitt á teppi  saumað með þessari aðferð þannig að ég verð náttúrulega að láta verða af því að byrja  á því loksins. 

Paper piecing

Eða bara hexagons er ég að gera úr afgöngum sem ég á og finnst bara ágætt er gott að gera svona þegar ég er í sumarhúsinu á Sigló því þetta er langtíma verkefni ég er ekkert að flýta mér með þetta en það mjakast áfram

Thursday, September 8, 2011

Efni

Þessi efni keypti ég í quiltkörfunni og ætla sauma mér teppi  en ég fann munstur sem ég varð alveg heilluð af
Ég set svo kannski myndir af blokkunum inna á síðuna aldrei að vita hvað mér dettur í hug verð einhvern tíma að klár þetta teppi því það er mikill saumaskapur í höndunum og svo er ég líka alltaf með fullt að öðrum verkefnum líka get ekki bara verið með eitt í einu er yfir leitt með fjögur til fimm  sem ég er að gera ........en við sjáum til

Útsaumspúði

Það mætti halda að ég sé alveg púðaóð en svo er ekki þetta var bara tilviljun að ég gerði 3 í einu en svona púða sá ég í verslun og fannst flott en vildi ekki kaupa svo ég fór heim og ákvað að sauma mér einn en tengdamamma er svo dugleg að sauma krosssaumsmyndir og gaf hún mér þessa er kannski aðeins of stór en ég sló til og þetta er útkoman .....þokkanlegur  litirnir í útsaumnum eru fallegir

Virkupúði

Ég sá Guðfinnu í virku gera svona púða á saumahelgi í fyrra en með öðru munstri en ég keypti þetta í virku og miklu ódýara en hún var með en mér fannat þetta fallegt  en það eru 5 myndir sem eru saumaðar saman ég hafði hálf tommu saumfar og svo klippti ég á milli saumana en bara í gegnum fjögur lög og passaði að fara ekki í gegnum svo úðaði ég vatni yfir og bustað rösklega yfir með bursta með grófum hárum þá verður hann eins og upphleyptur er bara fínn

Púði

Fallegur púði sem ég loksins kláraði en egkeypti hann hjá Bót og er baa ánægð með

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...