Saturday, December 1, 2012

Jólakúlur

 Ég varð bara alveg heilluð að þessum jólakúlum en ég á því miður ekki bókin eftir þá Arne og Carlos
en stefni á að kaupa hana en þessi munstur fann ég á netinu þannig að ég á bara þessar í bili en ætla að prjóna fleiri því mér finnst eins fallegt að setja þær í skálar og vasa eins að hengja þær upp
en ég pjóna þær úr kamb garni en mér líkar það mjög vel en byrjað á að nota prjóna nr.3.25 en fannst þær of stórar þó svo ég gerði 3 svoleiðis en breytti í prjóna nr.2.5 og það var miklu fallegra og nokkuð minni það sést kannski á myndinni en þessa 3 aftari eru stærri.
En ég á bókina með dúkku uppskriftunum eftir sömu höfunda og er ætlunin að byrja á því fljótlega  Er mjög spennt að byrja á þeim.......

Jólabjöllur


Jæja þá er ég búin að hekla utan um séríuna sem er í eldhúsinu allt árið þess vegna hafði ég hana hvíta
en þetta er 20 bjöllur og er ég bara glöð með þær og það verður voða falleg endurkast á veggin þegar kveikt er á henni og það verður sveimer þá bara rómantískt sem mér finnst bara ágætt..

Friday, October 26, 2012

Diskamottur

Ja hérna mér datt í hug að búa til diskamottur svona fyrir jólin ég á nokkuð að jólaefnum sem er gott að nota í svona verkefni en ég þurfti að kaupa aðeins í viðbót og er útkoman bara alveg ágæt en ég hafði enga uppskrift bara skar niður efni og saumaði saman ....tek það fram mjög einfalda uppskrift.....
 og svo fann ég gamalt blað sem er með jólahugmyndum sem ég ætla setja á miðjuna á mottunum og sauma í
 meira munstur
og svo er þetta heitið að blaðinu en það er nokkuð gamalt er mjög fallegt og eftir nokkra daga koma svo myndir af útkomunni ...spennandi...

Jólalöber

Jæja það eru að koma jóla allaveg er ég byrjuð að huga að þeim þessi var að klárast og er bara ágætur
en ég hef sagt frá því áður hér að þetta er mikið dúllerí en skemmtilegt annars væri ég ekki að búa það til en efnið valdi ég og keypti í virku. En litirnri koma ekki nógu vel út því birtan er að verða erfið en eins og ´sest þá var ég á sólpallinum að mynd og klukkan var 16.00 og aðeins farið að skyggja og ég ekki sú besta í faginu en verður að duga..

Ömmudúllur

 Jæja þá er ég byrjuð að gera ömmudúlluteppi og meiningi var að hafa það í þessari stærð  að dúllum en svo fór ég að raða þeim saman og fannst ég verða að gera eitthvað nýtt form á þeim svo mundi ég eftir því að fyrir mjög löngu síðan byrjaði ég á svona dúllum en í öðrum litum en kláraði það ekki þannig að ég ákvað að gera þær svona
hafa rauða litin og hvíta ráðandi liti og er ég bara mjög glöð með útkomuna en ég þarf að gera 88 stykki
miða við stærðina sem ég ætla að gera verður spennandi að sjá heildar útkomuna...en verkið gengur bara vel
miða við allt annað sem ég er að gera að það er ýmislegt...

Sokkar

Það er að koma vetur og þá þarf að prjóna sokka og vettlinga á börnin svo ég er byrjuð á því en mér finnst ekkert sérstaklega gaman að prjóna þessa hluti en geri það fyrir barnabörnin svo hér byrjunin en stundum gleymi ég að taka myndir og búin að gefa áður en ég veit af ...en það er svo sem ekki nauðsynlegt að setja allt hér inn sem ég geri .

Tuesday, August 28, 2012

Lopapeysur

Ég gerði þessar áður en ég fór í frí en ég hafði gert 2 eins áður en þessar eru á Rebekku og Emilíu
en uppskriftina keypti ég í Fjarðarkaup og eru þær mjög fallegar sérstaklega finnast mér snúningurinn fallegur
og gaman að breyta til frá gömlu aðferðinni þó svo að þetta sé ekki alveg nýtt því það er hægt að finna svipað þessu á 'istex.is

Heklað teppi

 Jæja þá er þetta verkefni búið eins og sést þá var ég að hekla teppi og eru hér síðustu umferðirnar
 en það og  er búið að vera mjög gaman að hekla teppið en ég fytjaði upp 252 lykkjur og umferðirnar
urðu 166 og litirnir voru 9 talsins og stærðin er c.a. 140 -160
 Þannig lítur það svo út mikil lita dýrð en ég ætla að gefa það í afmælisgjöf

ætla samt að fela enda en þeir eru nokkri að ég reyndi samt að fela þá jafn óðum svo þeir væru ekki rosalega margir . Er alveg ótrúlega ánægð með afraksturinn á örugglega eftir að gera fleiri með þessari aðferð
og í öðrum litum.

Monday, July 23, 2012

Næsta verkefni

 Er að fara gera verkefni sem ég ætla ekki að segja alveg strax hvað verður en ég ætla að hekla það
og litirnir verða margir og fjölbreyttir en ég ætla að hekla úr kambgarninu en ég gerði prufa á því og kemur það bara mjög vel út ég nota heklunál nr.4 en ég er að fara í sumarfrí og þá get ég heklað og sýni afraksturinn
þegar ég kem til baka........

Löber

Svona er hann í nærmynd    en kisa er falleg...

Kisulöber

Það er ýmislegt sem hægt erað dunda sér við og það er einmitt verkefnin frá Dísudesign en það eru smá atriðin í svona verkefni sem ég tók ekki eftir þegar ég keypti það, en löberinn er mjög fallegur en smádúlleríið og saumaskapur í höndunum er alveg ærin en þetta er eitthavð sem er mjög gaman af.....

Sunday, July 1, 2012

Endurnýja

 Gömlu húsgögnin mín voru orðin frekar ljót og þurfa endurnýjun en ég bar á þau í fyrra
og svona líta þau út í ár ekki fugguleg svo hvað var til ráða...
 þá var keypt málning og farið að pússa og mála uppá nýtt því ekki veitti af og er ég bara ánægð með árangurinn hvít og glansandi og bara ótrúlega falleg og koma vel út því ekki vildi ég kaupa mér ný...
 Svo var setið úti í morgun (1.júlí) vaknaði eldsnemma og var komin út í sólina á pallinum kl 8.30 í glaða sól og 17 stiga hita og var að prjóna .....
 fallega peysu sem ég er klára og bara mjög ánægð með lífið... en viti menn á einu augabragði ...........
og þá kom mikið regn og vatnið ox og óx þetta var ótrúlegt það kom hagl og steypiregn ég varð hundblaut að bera í dótið af pallinum en það er gaman af þessu....................



gbflowerslinewg

Thursday, June 21, 2012

Sá fimmti

Jæja þetta er sá fimmti sem ég geri og er gaman að sjá hvað þeir eru allir ólíkir eftir litavali en þenna á dóttir mín. Svo held ég bara að ég sé komin í púða pásu allaveg í bili en aldrei að vita.......en þetta er bæði fljótlegt og   skemmtilegt en í þessum er bæði smart garn og navia því stundum eru litirnir ekki alveg að falla saman ef bara er notuð ein sort og gott að blanda saman .....







                                                                   

saltboxhousestreeline

Tuesday, June 12, 2012

Næsta verkefni

Næsta verkefni fallegir og bjartir litir spennandi ........hvað skildi þetta verða  
já alveg rétt púðiiiiiiiiii örugglega ekki sá síðast sem ég geri ....

Monday, June 11, 2012

Hekla hekla

 Það mætti halda að runnið hafi á mig æði að hekla þessa púða en það er mjög gaman að gera þessa gerð...
þennan gerði ég fyrir  tengdadóttir mín  og er hann mjög sumarlegur og fallegur
og þennan geði ég fyrir systir hennar og kom rosalega vel út og enn fallegri í sólinni ..... svo á ég eftir að gera ein fyrir dóttur mína og set litina af honum inn seinna í dag  en ég nota smart garnið í púðana og heklunál nr 4
en það er hægt að nota hvaða garn sem er en smart er mjúkt og gott ........

Monday, May 21, 2012

Bakpoki Emblu


Þennan bakpoka gerði ég handa Emblu Sif til að nota í leikskólan en það er mjög gaman að sauma hann
en það er gert beint á bak það er alveg hægt að segja að þetta sé einfalt en það eru mörg saumasporin sem þarf að gera bæði í vél og  í höndunum en það er alveg þess virði því þessi poki er mjög fallegur en hann er úr Disadesign klúbbnum ........ 

Annar púði

 Ég fór að skoða afganga af garni sem ég á því er búin að prjóna nokkrar peysur úr Smart garni og á
mikið af afgöngum og núna sá ég tækifæri til að nýta þá og er útkoman bara mjög falleg
 Svo er að hekla framhlið og bak saman og ég nýtti alla enda sem ég átti það fara í púðan svona
220 til 250 gröm að garni í púðan svona ef miðað er við er við þessa stærð sem er alveg ágæt......
og að lokum lítur hann svona út bara fallegur í þessu líka góða veðri á Sigló þar sem ég ætla að hafa hann
hann er lita glaður og hentar vel í sumarhúsinu ............ og það best við þetta verkefni er að ég er búin að klár garnið sem ég var alltaf að færa til í skápnum  því ekki var hægt að nota þá í neytt því litanúmerin voru ekki þau sömu þó litirnir væru eins 


                                                        
Quilted stars divider

Friday, May 4, 2012

Heklaði púðin


jæja þá er púðin búin en ég kláraði hann í dag en ég var komin með hann heim því það gekk ekki nógu hratt að klára hann
í matartímanum enda var það bara smá grín   en púðan er ég mjög ánægð með og liturinn finnst mér fallegur  og kannski geri ég annan til að hafa í sumarhúsinu því það er líka gott að liggja á honum er mjúkur................




                                                                   
♥  ♥  ♥  ♥  ♥

Trefla eða Vafningar

Saumaði svona trefla var mjög einfalt en við mæðgur fórum og keyptum efni minnir að það hafi verið 6 bútar sem voru 40 cm og fengum út úr þessu 4 svona vafninga en ég átti fyrir búta sem við notuðum líka en verðið var ekkert í samanburði við að kaupa svona tilbúið. eru bara flottir og mjög gott að nota þá og eru glaðlegir litir ...

peysur

Tvær barna lopapeysur kláraði ég en ég fór í ferðalag norður og þá er gott að prjóna í bílnum en munstrið keypti ég í Fjarðarkaup og var ótrúlega gaman að prjóna þessa peysur en þær eru á 6 ára og 4 ára og eru prjónaðar úr léttlopa og bara voða fallegar og ömmustelpurnar voru glaðar með þær set mynd af þeim í peysunum bráðum...........

Kerti


Fór í Föndru og sá falleg kerti og keypti efni til að útbúa svona hefur svosem verði mikið sýnt af svona á netinu en ég hafði ekki prufað þetta var bar glöð með útkomuna en á eftir að brenna kertin í langan tíma áður en þau fara að virka eins og ég vill en efnið sem ég keypti heitir kerzen Potch og er borið tvisvar á kertið en ég setti líka aukaumferð á pappírinn

Thimbleberries teppi

Loksins loksins kláraði ég þetta teppi var bara leti í mér loksins kláraði ég að kvilta það en ég breytti því frá upphaflegu formi eða að dóttir mín vildi hafa það svona því ég gaf henni það , og eins og fyrri daginn setti ég flís á bakið því það er miklu hlýrra þegar kúruteppi á í hlut og er ég bara mjög ánægð með það en hús og tré heilla mig mikið........,,

Wednesday, April 18, 2012

Heklaður....

Ég fann þessa uppskrift og fannst hún mjög spennandi en þetta er púði sem er heklaður í hring og hægt að ráða hvað ég vill hafa hann stóran er svona hálfnuð með hann en uppskriftina er að finna á heimasíðu hjá Attic24.typepad.com er frábær síða litagleði og fjör hjá henni er líka inná Ravelty.com og þar er ferlið sýnt því mjög auðvelt að gera þennan púða en garnið keypti ég hjá Handprjón.is og heitir Raita og skiptir litum og er til í mörgum útgáfum en þetta eru mínir litir en ætla líka að gera annan sem er lita glaðari en ég er að hekla þennan í vinnunni ekki þannig að ég sé að svindla en ég hef klukkutíma í mat og nenni ekki að vera í tölvunni þannig að hekla er bara ágætt en ég er bíllaus og engar búðir nálægt þannig að þetta er ágætt........
sýni svo báða þegar ég verð búin mað þá..............

Tuesday, April 17, 2012

Karítas og Nera

Þær komu í heimsókn til okkar þær eru bara svo flottar að ég verð að setja þessa mynd af þeim hér
Nera er lítill Pug hundategund og ótrúlega mikið krútt var þarna að fylgjast með þegar tekið var í spil yfir páskana
og Karítas er alveg yndisleg   ....... Nera er svo svört að hún varla sést set betri mynd seinna....

Fiðrildasjal

Ég hafði áður sýnt mynda af því hálfkláruðu  og eins og sést þá kláraði ég það og er bara nokkuð ánægð með útkomuna en veit ekki hvort ég nota það sjálf eða gef það er ekki alveg eins og myndin sem ég fékk með en hver veit .Það var ekki mikið mál að prjóna þetta og bara nokkuð gaman og mjög gott að gera það um leið og ég horfi á sjónvarpið...

Bollakökupottaleppur

Bollakökup..............  ég veit ekki hvort ég tími að nota hann allaveg ekki strax nei ég segi nú bara svona
auðvita nota ég hann þess vegna saumaði ég hann er bara mjög fallegur                                                                                 
emoticon-blowing-a-kiss
                                                                                                   

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...