Friday, November 24, 2017

Vettlingar

Svo var ég að klára þessa vettlinga sem ég var byrjuð á fyrr í sumar en setti í biða en svo kom vetur og fór að kólna svo það var drifið í því að klára þá, en þessu uppskrif er á Garnstudio og eru margar fallega uppskriftir þar og hef ég notað margar þeirra endalaust og sérstaklega svona munstraða vettlinga
en í þessa er grái liturinn kambgarn en ekki viss með þann hvít eitthvert baby garn fyrir prjónastærð 3 en ég nota þá stærð þegar ég geri svona vettlinga en ég hef gert óteljandi pör en ég gef þá alltaf jafnóðum svo ég get aldrei tekið mynd af mörgum í einu og svo gleymi ég að mynda en það er svosem ekki nauðsynlegt að allt sé sett hingað inn ,en ánægð með þessa sem eru gjöf til Lindu Þórdísar........

Heimferðarsett

 Jæja þá er ég búin að klára eitt heimferðarsettið í viðbót en ég verð að segja að það er mjög gaman að prjóna þessar flíkur úr Ljúflingabókinni þó að þar séu ýmsar villur en ég læt þær ekki trufla mig
en buxurnar sem eru úr uppskriftinni eru mjög góðar , miða við fyrir buxur sem ég hef prjónað þá stækka þær með barninu
og dúskana kaup ég frá Aliexpress og eru þeir mjög góðir og fallegir .
En ég nota Drops merino garnið og finnst það mjög gott og er prjónað á prjóna nr 3 en húfan er á prjóna nr. 2.5 . Þetta sett fer norður til frænku minnar

Monday, September 4, 2017

Finnskir sokkar

 Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast
 og er bara glöð með þá notaði afgang af Elísukjólnum semsagt Sisu garn og prjóna nr.3 en næst ætla ég að nota fínna garn og prjóna nr 2.5
 það er hægt að krumpa´þá saman og eru samt fallegir svoleiðis
 ég tók sérstaka mynd af þessari úrtöku hjá mér gerði hana ómeðvitað en sá svo að ég snéri henni ekki eins og vanalega en hún kom bara vel út og á ég eftir að nota hana oftar
 krúttlegir
 og svo var að máta á barnið

en hún vildi ekki vera í þeim akkúrat þarna
En það sem heillar mest við þessa sokka er sagan á bakið þá hún er svo falleg og heillaði mig upp úr skónum og hér link á söguna og uppskrift ef einhver hefur áhuga http://kvennabladid.is/2015/04/04/finnsku-lestarsokkarnir-smabarnasokkar/

Friday, September 1, 2017

KRingur

 Það er ýmislegt sem ég tek mér fyrir hendur en fyrir all löngu prjónaði ég Blikastrák og þegar bróðir minn sá hann bað hann mig að gera fyrir sig KRing svo var loksins byrjað á að prjóna strákinn og sést hér þar sem ég er komin að höfðinu (gleymdi að mynda allt hitt)
 og svona lítur hann hálf andlitslaus og sköllóttur
 hér er hann aðeins að skána komin með augnhár, varir og hárlubba en ennþá nakinn eða þannig
og þegar búið var að gera á hann búningin þá var drengurinn klár til afhendingar
og fékk eigandin hann í gær og þegar ég afhenti strákinn sagði hann náttúrlega takk en bætti við
ÞETTA ER ALVEG EINS OG  BJARNI FEL  semsagt sannur KRingur en það var ekki farið af stað í þeim tilgangi en þegar ég skoðaði hann betur þá var þetta bara rétt  BJARNI FEL gjörið svo vel

Monday, August 21, 2017

Klompelompe peysa

 Svo er önnur eins peysa og hér fyrir neða en núna er hún grá með bleikum tölum og er þessi á hana Elísu Bettý  sem er mitt yngsta barnabarn og hún mun passa á hana í kringum 1.árs afmælið hennar
 og svo var líka gerð húfa í stíl með blómi og setti ég líka eina tölu í miðjuna á blóminu
og kemur bara vel út og er bara mjög glöð með þetta allt saman og í þessi er líka Drops Baby merino garn og prjónað á prjón nr 3.

Heimfeðasett

 Ég var að prjóna þetta heimferðasett fyrir fyrir systur mína sem fær barnabarn í september og er greinilega fyrir strák , garnið keypti ég í Gallery Spuni í Grindavík og er það frábær búð og konan sem á búðin er alveg einstök því þegar ég kom til að kaupa garn þá var posin bilaður og hún bara treysti mér og lét mig hafa upplýsingar um bankareikning  til að leggja inná  dásamlegt
 en áfram með prjónaskapinn en uppskriftin er úr bókinn ljúflingar (Klompelompe) og eru mjög margir að prjóna þetta munstur en það er mjög fallegt og gaman að prjóna það en villurnar í uppskriftinni eru margar  og er bara illa þýdd en ef maður hefur prjónað margar peysur þá er hægt að líta framhjá villunum því í grunni eru uppskrif af peysu alltaf eins  eða næstum alltaf eins  en ég notaði Drops Baby Merino garnið og er þsð alveg einstaklega mjúkt og gott garn og áferðin er mjög falleg
 en uppskrifin af hosunum eru frá Prjónajónu og eru mjög góð uppskift takk fyrir
svo er það þessi húfa sem ég er búin að prjóna oft en finnst hún alltaf jafn falleg er úr blaðinu Babystrikk og prjónuð á prjóna nr. 3 eins og settið

Thursday, August 10, 2017

Elísu kjóll

 Þennan kjól var ég að klára er bara mjög ánægð með hann átti að vera með samfellu en sleppti henni fanns meira notagild í honum svona, það var mjög gaman að prjóna hann notaði uppskrift sem ég fann á netinu https://www.knittingforolive.dk og er síðan hér margt fallegt og lítið mál að kaupa  uppskrifir
 ég notað Sisu garn sem ég keypti í rúmfatalagernum og notaði prjóna nr.3
 svo er lítil tala á bakinu. Það er mjög gott að prjóna eftir danskri uppskrift því það er útskýrt á mjög einfaldan hátt og ekkert mál að skilja
 svo gerði ég líka húfu sem er bara einhver uppskrift en þegar ég  er búin að þvo húfuna set ég blöðru inní hana til að gera hana fallegi svo lét ég  á hana 2 dúska sem ég kaupi á Aliexpress
svo ein svona auka mynd er aldrei of mikið að myndum

Monday, May 8, 2017

Hjartateppi

 Þá er búin að hekla eitt hjartateppi í viðbót og er alltaf jafn gaman að hekla það en er pínu seinlegt
en það verður bara svo fallegt og svo er það ekki eins á röngunni og
 réttunni eins og sést á þessum myndumen þeta var ekki mjög stórt næstum því bara sýnishorn eða þannig en það endaði 60 x100 og notaði ég kambgarn sem er mjög gott í svo teppi því það er svo hlýtt og notaði ég heklunál nr.4,5



Tuesday, April 18, 2017

Glóð

Hér er  húfan Gló í annað sinn en ég skipti um dúsk á henni og er hún fallegri fyrir vikið og svo er hún Elísa Bettý ótrúleg dásemd

Wednesday, March 15, 2017

Plush mjúkur púði

ég átti afgang af þessu mjúka plush  efni  því alveg tilvalið að gera úr því púða sem væri mjúkur og gott að leggjast á eins og eigandin sagði við mig

Húfuprjón

 Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og nú eru það húfur sem heita Kertalogi2 og er hægt að prjóna þær í tveimur stærðum. Gráa er stærri gerðin og notaði ég garn sem ég keypti fjarðarkaup og heitir ONION knit og er ætlað fyrir prjóna nr.6 en ég var með númer 5 og finnst mér þetta garn mjög gott en bláa er prjónuð úr garni frá Litlu prjónabúðinni og heitir Q (lark) og það er þykkara er líka alveg frábært garn en þessi fjólubláa er prjónuð úr ALPAKKA ULL og varð hún lang mýkst af þeim öllum en ég keypti það líka í fjarðarkaup
 svo keypti ég dúskana frá Aliexpress og er mjög ánægð með þá koma með smellu og eru líka miklu ódýrari en hér á landi ég hef pantað þá áður frá Ali og þeir reynast mjög vel .
En þessi heitir Gló og er líka prjónuð úr garni frá Litlu prjónubúðinni  sem heitir Q (lark) og uppskriftin fylgdi með og var þetta ný uppskrift allaveg hvernig eyrun eru prjónuð og var mjög skemmtilegt en dúskin bjó ég til úr afgangnum af garninu og er bara svona lala kannski skipti ég um ætla að sjá til ....

Monday, March 6, 2017

West knits

 Þetta fallega sjal er ég búin að horfa lengi á og langað að prjóna en taldi mig ekki geta það því ég er ekki góð í því að lesa enskar uppskriftir en ég lét tilleyðast og hér er sjalið búið en garnið fékk ég í Storknum og er það alveg dásamlega mjúkt og gott að prjóna úr því og litirnir eru mínir uppáhalds
en hér er það í strekkingu hjá mér og það tók ekki langan tíma
 svona lítur það út  og tilbúið til notkunar og finnst mér það hrikalega fallegt
 svo er hér ein mynd af því tvöföldu það er bara ekki hægt að hætta að mynda og dáðst að því
en þetta er garnið sem et fine silk frá Rowan og er alveg yndislegt og er prjónað á prjóna nr 3 enþað er raunar hægt að nota hvaða garn sem mann langar eða lýst á og stærri prjóna þá verður það bara stærra og er líka mjög fallegt   .svo vil ég þakka Jónu minn fyrir aðstoðina því hún hafði prjónað svona tvö og vissi hvað átti að gera.....

Thursday, January 26, 2017

Pineapple og Corner to corner blokkir

 það er en og aftur nýjar blokkir en bráðum tekur þetta enda en alltaf jafn gaman að reyna nýjar aðferðir því eins og áður er sagt er engin eins  og misjafnlega erfiðar og var þessi mér pínu erfið en heppnaðist ágætlega en hún var saumuð á pappír
þessi var auðveldari þó að það líti ekki þannig út en nú fer þetta að taaka enda hjá mér á eftir að gera þrjár í viðbót ......þangað til næst

Wednesday, January 4, 2017

Caroline Lily

 Ég er nú ekki hætt að gera mínar blokkir hér er ein sem ég kláraði fyrir jól og taldi að ég væri búin ,með hana
 en sá svo að hún var eitthvað tómleg og sá þá að ég hafði gleymta að sauma á hana laufblöð

þannig að hún gjör breyttist við það og er bara sátt eins og alltaf með það sem ég geri en ég held að þetta sé blokk nr.16 þannig að ég er alveg að verða búin með þetta verkefni

Tuesday, January 3, 2017

Hjálmhúfur

 Það voru prjónaðar nokkrar hjálmhúfur sem eru alltaf vinsælar þessi fjólubláa er uppskrift úr baby strik blaði sem ér til í Fjarðarkaup er garnið er Hjerte garn ciao trunte baby sem fæst í Álafoss og er einstaklega mjúkt og gott garn dúskurinn er frá aliexpress
 en rauða og bleika eru prjónaður úr kambgarni sem er allt í lagi en ekki eins áferða fallegt
og dúskin keypti ég´hjá handprjón og er alveg ágætur

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...