Ég var að prjóna þetta heimferðasett fyrir fyrir systur mína sem fær barnabarn í september og er greinilega fyrir strák , garnið keypti ég í Gallery Spuni í Grindavík og er það frábær búð og konan sem á búðin er alveg einstök því þegar ég kom til að kaupa garn þá var posin bilaður og hún bara treysti mér og lét mig hafa upplýsingar um bankareikning til að leggja inná dásamlegt
en áfram með prjónaskapinn en uppskriftin er úr bókinn ljúflingar (Klompelompe) og eru mjög margir að prjóna þetta munstur en það er mjög fallegt og gaman að prjóna það en villurnar í uppskriftinni eru margar og er bara illa þýdd en ef maður hefur prjónað margar peysur þá er hægt að líta framhjá villunum því í grunni eru uppskrif af peysu alltaf eins eða næstum alltaf eins en ég notaði Drops Baby Merino garnið og er þsð alveg einstaklega mjúkt og gott garn og áferðin er mjög falleg
en uppskrifin af hosunum eru frá Prjónajónu og eru mjög góð uppskift takk fyrir
svo er það þessi húfa sem ég er búin að prjóna oft en finnst hún alltaf jafn falleg er úr blaðinu Babystrikk og prjónuð á prjóna nr. 3 eins og settið
Monday, August 21, 2017
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Märthakoften
Þessa uppskrift af peysu raskt ég á þegar ég fór inná Bókasafnið í Hafnarfirði en þar var blað með uppskriftum á peysum sem norska konungsfj...

-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þegar von er barni í fjölskyldunni þá er farið að huga að því hvað sé hægt sé að búa til handa væntanlegu erfinga svo svona sett varð útk...
No comments:
Post a Comment