Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og nú eru það húfur sem heita Kertalogi2 og er hægt að prjóna þær í tveimur stærðum. Gráa er stærri gerðin og notaði ég garn sem ég keypti fjarðarkaup og heitir ONION knit og er ætlað fyrir prjóna nr.6 en ég var með númer 5 og finnst mér þetta garn mjög gott en bláa er prjónuð úr garni frá Litlu prjónabúðinni og heitir Q (lark) og það er þykkara er líka alveg frábært garn en þessi fjólubláa er prjónuð úr ALPAKKA ULL og varð hún lang mýkst af þeim öllum en ég keypti það líka í fjarðarkaup
svo keypti ég dúskana frá Aliexpress og er mjög ánægð með þá koma með smellu og eru líka miklu ódýrari en hér á landi ég hef pantað þá áður frá Ali og þeir reynast mjög vel .
En þessi heitir Gló og er líka prjónuð úr garni frá Litlu prjónubúðinni sem heitir Q (lark) og uppskriftin fylgdi með og var þetta ný uppskrift allaveg hvernig eyrun eru prjónuð og var mjög skemmtilegt en dúskin bjó ég til úr afgangnum af garninu og er bara svona lala kannski skipti ég um ætla að sjá til ....
Wednesday, March 15, 2017
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Frón
Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...
-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls ...
No comments:
Post a Comment