Þetta fallega sjal er ég búin að horfa lengi á og langað að prjóna en taldi mig ekki geta það því ég er ekki góð í því að lesa enskar uppskriftir en ég lét tilleyðast og hér er sjalið búið en garnið fékk ég í Storknum og er það alveg dásamlega mjúkt og gott að prjóna úr því og litirnir eru mínir uppáhalds
en hér er það í strekkingu hjá mér og það tók ekki langan tíma
svona lítur það út og tilbúið til notkunar og finnst mér það hrikalega fallegt
svo er hér ein mynd af því tvöföldu það er bara ekki hægt að hætta að mynda og dáðst að því
en þetta er garnið sem et fine silk frá Rowan og er alveg yndislegt og er prjónað á prjóna nr 3 enþað er raunar hægt að nota hvaða garn sem mann langar eða lýst á og stærri prjóna þá verður það bara stærra og er líka mjög fallegt .svo vil ég þakka Jónu minn fyrir aðstoðina því hún hafði prjónað svona tvö og vissi hvað átti að gera.....
Monday, March 6, 2017
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Frón
Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...
-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls ...
No comments:
Post a Comment