Thursday, December 19, 2013

jólavettlingar!


Ég prjónaði þessa fallegu vettinga en tók fyrst eftir því núna hvað þeir eru jólalegir ég fann þetta munstur á Garnstudio og eru úr kambgarni er ánægð með þá ............

Friday, November 8, 2013

Teppi

 Það er eitt teppi í viðbót sem var að klárast en þetta eintak er afmælisgjöf en litirnir eru
sérvaldir af eigandanum
en þetta munstur er mjög fallegt eins og ég hef eflaust áður sagt það er líka gaman að hekla það
en stærðin á þessu er 140-175  verður mjög gott kúruteppi en ég nota kambgarnið og finnst það mjög gott.

Vettlingar

 Þessa fallegu vettlinga var ég að klára og finnst mér liturinn koma mjög vel út

en svo er munstrið ótrúlega fallegt fann uppskriftina inná Garnstudio og notað kambgarn og prjóna nr 3 verða að segja ánæð með útkomuna...

Lil' Twister

Þetta er uppskriftin af þessu verkefni sem er hér í fyrr færslu
 Svona lítur stikan út ekki stór en er alveg ótrúleg
 er lögð ofan á efnið í saumförin og skorið meðfram
 og svona lítur búturinn út þegar búið er að skera meðfram henni og er ósköp saklaus
svona ein og sér
og svona er efnið þegar búið er að skera efnið ekki mikill afgangur en eflaust hægt að búa eitthvað til úr afklippunni af vilji er til þess allaveg henti ég þeim ekki  eins og annað aðeins að geyma.....

Thursday, October 24, 2013

Li´l Twister

 Fór í bóthildi um daginn og var að leita af efni en fann ekki það sem ég leitaði að en þá sýndi Jóhanna mér stiku sem gat ekki staðist sem heitir Li´L Twister ( set mynd af því síðar) og sá þá í hendi mér að ég gæti notað efnið sem ég hef verið að kaupa í áskrift frá Storkinum og haft í mögum litum og byrjaði að sauma saman og raða eftir áhveðinni reglu þó það sé var hærgt að sjá við fyrstu sýn
 en hér kemur svo útkoman þegar ég er búin að skera niður helminginn en fyrst saumar maður saman 5" ferninga og saumar eins marga saman og hver vill en mitt var c.a 140x115 en þá byrjar aðal skemmtunin að skera niður og sauma aftur saman ...
og þá  er útkoman þessi þegar ég er hálfnuð með verkefnið og ég verð að bara að viðurkenna að þetta finnst mér skemmtilegt og þó ótrúlegt sé er þetta fljótlegt. Svo þerar ég verð búin með verkefnið þá koma fleiri myndir og hvaða stærð verður á þessu.

Wednesday, September 4, 2013

Skálar

 Það ýmislegt sem ég prufa þesssa dagana en ég gerði þessa skálar úr perlum bæði litlum og stórum og er bara glöð með þær
 dundaði mér við að raða þeim í mót og setja þær svo inní ofn og bræða og koma árangurinn mér bara á óvart
 það er hægt að nota þær undir ýmislegt
eins sést hér nammi og snakk og svo má líka bara hafa þær uppá punt eða bara hvað sem er

Fallegir pokar

Sá þessa uppskrift á einhverri heimasíðu og fannst þeir flottir og varð að prufa að sauma nokkra á svo mikið að efnum sem ég keypti í Storkinum sem eru svo litrík og flott og hægt að nota á marga vegu
t.d hægt að nota inná baði eða bara undir ýmislegt .....

Tuesday, September 3, 2013

Húfur

 Þá eru allar húfurnar komnar til eigandanna þetta er hún Karítas en hún valdi sjálf litina en þeir eru fjólublár ,rauður,og bleikur
 og svo sýnir Kristjana hvernig húfan lítur út að aftan en á toppnum er prjónuð 2 bönd sem mynda slaufuna og kemur bara  ágætlega út en hennar er fjólublá og bleik
 Ragnar Dagur er hér með sýna svört,gul og rauð en þær eru allar prjónaðar úr kambgarni og á prjóna nr.3
neinei er ekki afinn komin til að vera með á mynd og aðeins að hrekkja þau...en allt á góðum nótum....

Tuesday, August 6, 2013

Púði

Svo fann ég þetta efni heima hjá mér var búin að gleyma þessu en þetta er frá Whimsicals
og eru margar myndir á þessum panel og notaði ég eina að þessu sinni og stækkaði með efni á hliðunum
og kemur bara ágætlega út...

Heklað teppi

 Þá er ég byrjuð að hekla teppi sem verður afmælisgjöf og eru litirnir af ósk afmælisbarnsins
og eins og áður þá nota ég kambgarn og er mjög ánægð með það í teppi er hlýtt og mjúkt og ekki þungt
 ern það er frekar stórt 145-165 

Mörg skott

 Embla Sif kom í heimsókn og valdi sína húfu og varð þessi fyrir valinu, og eins og sést þá var hún mjög glöð

það eru mörg skott á þessari sem eru prjónuð  og sett á dúskur..

Sunday, August 4, 2013

Húfur húfur húfur

 Ég fór að prjóna húfur uppúr bókinni  Húfuprjón en ég fékk hana í afmælisgjöf í fyrra og
notaði afganga sem ég átti og á  en það eru nokkur höfuð sem vilja eignast þær og þetta er fyrsta
lota en tók nokkur kvöld að gera
 Þessari breytti ég aðeins en falleg er hún
 Ég átti inneign hjá Handprjón og keypti garn (þannig að það er ekki afgangur í þessari) sem heitir Baby Merino soft það er svo mjúkt
og ótrúlega fallegt garn og mæli ég með þessu garni er í dýrari kantinum en er drjúkt ....
 svo kom skotthúfan
 2 af 5 fyrirsætum komu og fengu að velja sér húfur og þurfti afinn ekki að troða sér á eina myndina
og aðeins að stríða þeim sem þeim þótti ekki leiðinlegt
Svo eru þær hérna Rebekka og Emilía ánægðar með sitt svo koma fleiri fyrirsætur seinna en þær eru í fríi

rúmteppi

 Þá er loksins að koma mynda á rúmteppið sem ég byrjaði á fyrir margt löngu
og er hér í fyrri færslum ég hef ekkert verið að flýta mér en allt er þetta handsaumað
og er mjög skemmtilegt en  mér gekk samt erfiðlega með öll þessi ber sem eru á hverjum glugga fyrir sig
en þau voru samtals 96 en tókst loksins eftir miklar vangaveltur um hvernig best þau kæmu út það er
hringlótt en ekki með alls kinns köntum eins og var fyrst þegar ég byrjaði ..
og svo var saumað saman og kantur saumaður á og allt passaði en ég er bara hálfnuð með teppið
því ég á eftir að sauma 40cm.kant á allan útsaumaðan hann kemur vonandi fljótlega

Wednesday, May 29, 2013

Breiðabliksdrengur

 Þarna kemur Breiðabliksdrengurinn en hann er ekki búin að fá nafn ennþá en hann var prjónaður fyrir eigimanninn til að setja í bílinn en hann er minni en dúkkurnar hér fyrir neðan og ég verð að segja að hann er voðalega mikið krútt . En ég sjálf er nú Valsari
 svo fékk hann númerið 7 og svo voru búnir til skór á gæjan en fótboltamenn í dag eru bara í lita glöðum skóm svo Blikinn minn er líka í svoleiðis skóm með tökkum og alles
og auglýsingin framan á peysunni er sú sama og á Blikabúningnum að sjálfsögðu  ég verð nú bara að segja Til hamingju með hann Ragnar minn...á eftir að verða flottur í bílnum.....

Thursday, May 2, 2013

Dúkkurnar mínar

 Þetta er hún Bettý
 og þetta er hún Sif
 og svo Krissa
 og svo Margrét
 og svo næst síðasta er Ragnheiður
 
 þessar elskur voru prjónaðar handa ömmustelpunum mínum og voru sumargjöf og verð ég að segja að það var ótrúlega gaman a' prjóna þær og spenningurinn var engum líkur 
 en upphaflega ætlaði ég bara að gera eina handa mér og og eiga hana bara  uppá punt og leyfa stepunum að leika sér að henni þegar þær væru í heimsókn en svo fóru þær að biðja mig að gera eina svona og svona þannig að það var ekki aftur snúið og eru þær alveg eins og þær vildu hafa þær hárið fötin og og sérstaklega fæturnar. Það er nú þannig að það er ekki annað hægt en að verða ástfangin að bókum þeirra Arne og Carlos þær eru svo flottar og frábærar hugmyndir sem þeir eru með og í raun mjög einfaldar og auðvelt að fara eftir .
 ég búin að prjóna 6 stykki en ég er ekki búin að klára mín en hinar eru allar komnar til eiganda sinna og eru stelpurnar mjög glaðar ........
 hér eru Krissa , Bettý,Margrét, og Sif í myndatöku
 og svo Ragnheiður og Petra þarna aftast (ekki alveg búin en fékk að vera með)og allar hinar líka með
ég set myndir af Petru inn seinna
og svo eru Kristjana með Krissu ,Karítas með Bettý og Embla með Sif en ég á eftir að fá myndir að norðan af þeim sem eiga heima þar. En það var hún Karítas sem benti ömmu sinni á að dúkkur væru aðalega fyrir "litlar" stelpur þannig að hún á heiðurinn af því að þetta er orðið að raunveruleika........

Wednesday, April 3, 2013

Nýjar gardínur

 Það var eiginlega komin tími til að gera nýjar gardínur þannig að ég settist niður og hannaði nýjar
 ég ákvað að sauma þær í höndunum og fór og leitaði að einföldum myndum og urðu þessar fyrir valinu
 notaði ég útsaumsgarn í litum  ég veit ekki hvort það sést vel á þessum myndum en litirnir eru blár rauður græn og bleikur
 og ég verð að segja að ég er bara nokkuð ánægð með þær þær eru einfaldar og fallegar
og svona líta þær út þegar búið er hengja þær upp og skreyta með fallegum engli sem hangi í miðjum glugganum........

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...