Friday, October 14, 2011

Annar hluti

Og svo er hér nr.2  en ég sauma 9  blokkir og er blokkin í miðjunni öðrivísi en hinar en hver blokk er 20.5 tommur og fljótlega koma blokkir nr 3,4,og 5

Country sunshine

Jæja þá er ég komin með afrakstur af því sem ég er að gera í dag en ég er að sauma mér rúmteppi úr efninu sem ég setti hér inn um daginn og er þetta fyrsti parturinn af því en teppið heitir Country sunshine og varð ég strax viss um að þetta vildi ég gera og svo er svo skemmtilegt að sauma það. Ég var í smá stund að fatta hvernig ég gæti gert þessa leggi og látið þá beygja svo vel færi, en allt vill þetta lærast með tímanum en galdurinn er að skera efnið í 45gráður var ekki flókið bara að læra réttu handtökin en Sæunn í Quiltkörfunni leiðbeindi mér og er hún frábær manneskja ótrúleg liðleg og þægileg í búðinni takk fyrir mig

Eldhúsgardínur

Englarnir mínir eru bara fallegir í eldhúsgardínum en ég vill yfirleitt hafa öðruvísi gardínur og þessi gluggi var alveg upplagður fyrir þessa hugmynd  eru allaveg milljón sinnum skárri en trérimlar sem ég er búin að fá leið á en eru fyrir nokkrum gluggum hjá mér er ekki búin að skipta út en það er ekki til umræðu hér semsagt að eigin áliti fallegt

Buddur

Þrjár snyrtibuddur eða bara undir alls konar hluti eru mjög þægilegar ég nota þessa stóru undir tvinnakefli og skæri í verkefninu sem ég er að gera núna og er alveg ómissandi eru einfaldar og ekki flókið að sauma en ég er dálítið veik fyrir svona "alveg nauðsynlegum " buddum eða þannig

Thursday, October 6, 2011

Snyrtibudda

Svakalega góð snyrtibudda en  ég hef gert nokkrar og gefið til vina og vandamanna en þær eru stórar og þægilegar og rúmast bara vel í veskinu sem "allar" konur eru með , fékk uppskriftin í Bót

Bakið

Ég veit ekki hvort þetta er vel heppnað en svona er það á bakhliðinni en ég stakk það bara eftir mynstrinu í teppinu sjálfu

Thimbleberries

Loksins gat ég tekið mynd af þessu teppi sem ég kláraði í ágúst og fór með í bústaðin fyrir norðan en ég var í Thimbleberriesklúbbnum í virku en ég hafði það ekki eins stórt og það átti að vera því ég breytti því í kúruteppi en myndatakan er ekki sem skildi því ég gleymdi myndavélinni og tók þess vegna mynd á símann og er hún svona þokkanleg en eins og áður þá setti ég flís aftan á og var það ótrúleg hlýtt og notalegt í kuldanum fyrir norðan um helgina

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...