Friday, August 26, 2011
Dúkkuföt
Dúkkuföt er eitthvað sem er gaman að gera úr afgöngum sem til falla þessi fannst mér mjög falleg og var að prjóna þetta með hléum en tók á mig rögg og kláraði um verslunarmannahelgina og var mjög ánægð með útkomuna og ég tala nú ekki um ömmustelpurnar sem fengu þessi dress
Thursday, August 25, 2011
Mamma og pabbi
Að gefnu tilefni set ég þessa mynd inná síðuna því mamma mín hefði orðið 85.ára ef hún hefði lifað
en foreldrar mínir voru yndisleg og sakna ég þeirra mjög mikið.
en foreldrar mínir voru yndisleg og sakna ég þeirra mjög mikið.
Wednesday, August 24, 2011
Skokkur
Hún Embla Sif var mjög glöð með þenna skokk sem ég prjónaði handa henni. Uppskriftin var í Prjónbl. Ýr og garnið var smart var litríkur og þægilegur
Veggteppi
Whimsicals efni og bækur frá henni er eitt að mínu upp áhals.Var mjög ánægð með þetta veggteppi sem ég gaf svo systir minn í afmælisgjöf litirnir og munstrið í efnunum eru bara æðisleg ég á annað veggteppi sem ég á eftir að setja hérna inn ég saumaði tréin og blómið úr ullar efni þannig kom meiri dýpt í teppið sjálft þegar búið var að hengja það upp
Tuesday, August 23, 2011
Húfur
Glæsilegar ömmustelpur með húfur sem ég prjónað handa þeim en ég búin að prjóna ótal húfur í gegnum árin með allskonar útfærslu ætla að athuga hvort ég get ekki fengið myndir af nokkrum því þær eru margar og fjölbreyttar kannski ég sé til en fyrirsæturnar heita Kristjana Nótt (bláum og hvítum kjól) Karítas Steinunn(situr í fangi mömmu sinnar sem heitir Bettý)
Bangsateppi
Bangsateppi en ég búin að gera 3 stykki af þessu líka með smá litabreytingum en ekki miklum Ég eignaðist 3 ömmustelpur á 4 árum og fengu .þær svona teppi á eins árs afmælinu sínu og þetta er það skemmtilegast sem ég geri í bútasaum. það eru dætur mínar sem halda á teppinu fyrir mig
Barnateppi
Ég var mjög hrifin að þessu barnateppi því ég er búin að gera 3 svona teppi handa barnabörnunum sem hafa komið í heimin . En síðustu tveimur breytti ég þannig að ég notaði flís sem bakefni því þá varð teppið miklu hlýrra og sló það að í gegn og ég sjálf var bara nokkuð ánægð með þessa breytingu..
Sunday, August 21, 2011
Vettlingar
Svona vettlinga hef ég verið að gera bæði gefið og selt eru ótrúlega góðir þó ég segi sjálf frá ég held að ég sé búin að gera í kringum 50 stykki
Monday, August 15, 2011
Friday, August 12, 2011
Námskeið hjá Guðrúnu Erlu
Saumaði þetta á námskeiði fyrir rúmum 2 árum og gaf Lindu Þórdísi í afmælisgjöf var mjög gaman að sauma það og gerði annað sem kemur líka inná síðuna en ég verð fyrst til að byrja með ýmislegt sem ég hef gert svona undan farin 2 ár eða svona um það bil.
Wednesday, August 10, 2011
Upphafið
Jæja þá er best að fara gera eitthað hér langar að deila áhuga máli mínu með öðrum ef einhver sér þessa síðu
Ég heiti Þórdís Petra Ingimarsdóttir og er skrifstofustjóri að aðalstarfi en þar fyrir utan er eg forfallin handavinnu
og bútasaums fikill. Ég á 3 uppkomin börn og 8 barnabörn bý í Hafnarfirði og er alsæl með lífið
Ég heiti Þórdís Petra Ingimarsdóttir og er skrifstofustjóri að aðalstarfi en þar fyrir utan er eg forfallin handavinnu
og bútasaums fikill. Ég á 3 uppkomin börn og 8 barnabörn bý í Hafnarfirði og er alsæl með lífið
Subscribe to:
Posts (Atom)
Frón
Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...
-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls ...