Thursday, December 1, 2022

Jólabútadúkur

Þennan fann ég í kassa í geymslunni hjá mér var búin að gleyma honum en það eru mörg ár síðan ég saumaði hann það átti eftir að stinga hann svo ég gerði það bara til að æfa mig í því er kannski ekki mjög glöð með þessa liti í dúknum en allt ílagi svona á aðventunni
en mmér finnst bakhliðin miklu fallegi svo ég sný henni bara upp svona annað slagið það má segja það tímarnir breytast og mennirnir með

Sokkar

Sokkar það er ár og dagar síðan ég prjónaði handa mér eitthvað en garnið i þá keypti ég á Selfossi í vor og ætlaði að nota það í húfu en snérist hugur og bara ánægð með útkomuna en garnið heitir Hot socks stripes á prjóna nr.3.5

Aðalvík

Prjónaði þessa peysu á barnabarnið sem verðuur 6 ára í desember og prjónaði stærð 6-8 ára og hún passið vel á hana keypti garnið hjá Handprjón sem heitir Heritage og var ótrúlega mjúkt og gott að prjóna úr því
svo fannst Elísu nauðsilegt að taka dansspor og horfa á skuggan af sér í leiðinni

Friday, April 8, 2022

Sampler. Quilting teppi

Þá er þessi fæðing loksins búin en hun varð lengri en ég bjóst við en þetta tók allt í allt 7 ár frá því ég byrjaði og setti það á rúmið mitt fullklárað en það leið oft langur tími þar sem verkefnið var lagt í geymslu og svo byrjað aftur
en að gera þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt því í þessu þarf að sauma mjög mikið í höndunum og oftast eitthvað sem ekki hafði verið gert áður því var oft mikill höfuðverkur hvernig ætti að gera ýmsar blokkið en þetta hafðist allt saman.
Þessi heitir Celtic Applique og virtis auðveld og fljótleg en það var hún aldeilis ekki en falleg er hún og gaman að gera hana
svo var það Celtic Knot ég viss alveg að hann yrði ekki einfaldur en fannst hann svo fallegur og stundum henti ég honum frá mér og ætlaði að hætta við hann en hélt áfram og kláraði og ánægð með útkomuna
svo kom fyrir að ég misskildi málin sem voru gefin upp því gerði ég þann minni óvart en var svo ánægð með hann að ég hengdi hann úppá vegg sem skraut en þessi blokk heitir Inner City og fannst mér skemmtilegast að gera hanna enda ótrúlega falleg bæði í minni útgáfu og þeirri réttu
Ég merkti teppið en það er ekkert sérlega fallegt en því miður er stafurinn minn ekki til stafgerðinni í vélinni en allt í lagi
Bakefnið keypti ég í Bóthildi og Jóhanna sem á fyrr nefnda bð stakk teppið fyrir mig er það mjög vel gert og fallegt með öðrum orðum gull fallegt dboth;">
Og svona kemur það svo út á rúminu mínu og er ég ánægð með útkomuna og finnst þetta mitt fallegast teppi sem ég hef gert í bútasaum .

Monday, March 7, 2022

Cathedral Grove

Sjal eftir Rosmary Hill (Romi) ótrúlega fallegt sjal sem ég fann á Ravelry og fannst ég verða að prjóna það svo hér er það klárað og strekkt og tilbúið til notkunar
það er ótrúlega mjúkt enda valdi ég garnið með það í huga er áður búin að prjóna úr samskonar garni en ég keypti það í Handprjón í Hafnarfirði
en það heitir Martin's Lab og Mad Tosh og ég notaði prjóna nr 3.5 það var gaman að prjóna það og ekki flókin uppskrift en hún er á ensku og ekki mikið mál að fara eftir henni góðar útskýringar
en þetta er samt í fyrsta skipti sem ég hélt að ég hefði keypt of lítið að garni en það var bara þetta eftir í bleika garninu en það var sem betur fer akkúrat því þetta hefði ekki nægt í eina umferð í við bót. Fallegt er það ❤

Saturday, March 5, 2022

Plast töskur

Þetta er frábær hugmynd af töskum sem hægt er að búa til í þeim stærðum sem maður óskar sér og er ég búin að gera nokkra bæði fyrir mig og dætur mínar og barnabörn en þær nota þær fyrir snyrtitöskur.
en hún vinkona mín hún Gunndís fann þessa uppskrift á youtube og er hægt að finna hana þar en slóðin er Flosstube# 23.5 how to make vinyl project bag en plastið er keypt í RL búðinni er bara dúkaplast en þetta er góð aðferð til að nota t.d.afgangs efni og búta sem eru til hjá manni þegar önnur verkefni klárast en hugmyndin er góð og ég nýtti mér það svo var líka gaman að sauma þessar voru öðruvísi

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...