Monday, June 24, 2019

Sjal

Þá er þetta sjal tilbúið ef verið að prjóna þetta svona annað slagið í vetur var ekkert voðalega spennt að klára það var svolítið óánægð með lita valið hjá mér en var búin að vinda það upp og gat því ekki skipt er stundum fljótfær
en svo tók ég mig til og strekkti það og ég verð að segja að það er bara fallegt og lengdin á því eru rúmir 2.metrar en garnið keypti ég í Litlu Prjónabúðinni og það heitir Uncommon Thread Tough sock en ég valdi að hafa 3 liti í því en það er líka hægt að hafa 9 liti að mig minnir en það fannst mér of mikið en blúndan var prjónuð eftir fram og tilbaka eða samtals 40 lauf en var þess virði er bara ótrúlega fallegt.

Wednesday, June 19, 2019

Ungbarnaprjón

 Þá er ég en og aftur að prjóna ungbarnaföt að vísu finnst mér það skemmtilegt en þessi peysa hefur enga sérstaka uppskrift heldur er þetta munstur sem ég fann ákvað að setja í ungbarnapeysu en ég orðin nokkuð viss hvaða lykkjufjölda á að nota í svo uppskrift
 því er það ekki flókið að breyta munsti en þetta er mjög fallegt munstur og kemur vel út
 svo er það þessi sígilda húfa en þetta er besta uppskrift af húfu sem ég á og prjóna mjög mikið því hún passar svo vel á höfuð barna svo er hún svo ótrúlega falleg
 hosur sem eru gömul uppskrift en búið að uppfæra hana en það gerði hún Jóna sem prjónar undir nafninu prjónajóna og vettlingar
þetta sett prjónaði ég fyrir vinkonu mín og notaði Lanett garnið og pr nr. 2.5

Prym Ergononmics prjónar



Þessa prjóna sá ég á netinu um daginn og fannst þeir spennandi og pantaði mér hjá
STROFF
www.stroff.is   og ég verð að segja að þeir komu á óvart eru ótrúlega mjúkir og mjög gott að prjóna með þeim
oddurinn er allt öðruvísi en á gömlu prjónunum og svo heyrist ekkert þegar prjónað er mæli með þessum en þeir eru ekki ódýrir en eru alveg þess virði að kaupa þá 

Friday, June 14, 2019

Söngfugl og Fíll

 Söngfugl eftir Kay Bojesen finnst mér afar fallegur en þegar ég rakst á uppskrift af honum þá sló ég til og það er mjög gaman að hekla þennan og svo getur maður ráðið litum sem hver vill ég er búin að gera fleiri en á eftir að sauma þá saman og þá sýni ég þá
 Svo er það þessi fíll sem ég er svo glöð með sá hann á danskri síði og er að dúlla mér við þetta í matartímanum í vinnunni
 tala nú ekki um þegar sólin skín þa´er það draumur í dós að sitja úti og hekla
hann er fallegur frá öllum hliðum þessi elska mér finnst gaman að gera svona litla hluti og svo eru þeir bara dúllulegir. Garnið er bómullar mandarin Petit eða bara það sem ég á  og heklunál nr.2.5


Monday, June 3, 2019

Bubblupeysa

 Það var bara ágætt að prjóna þessa peysu fljótleg og kemur skemmtilega út
 Ég keypti uppskriftina á Knillax en ég notaði Smart garnið og prjóna nr. 3.5 prufaði að nota fyrst prjóna nr 4 fannst hún þá verð svo breið svo ég rakti hana upp og notaði nr.3,5 en ég var að prjóna á 3 ára barn
 og mér finnst bubblurnar koma vel út með þessu garni í uppskriftinni er mælt með Dale Lerker garni
en ef ég prjóna aðra þá ætla ég að nota aftur smart garnið en gera hana stærri það er síðari og lengri ermar en gefið var upp
ég ýkti ekki bakið það er að segja ég prjónaði ekki styttri umferðir fram og til baka finnst það strákalegra en falleg á þeim
En hérna er hún Elísa Bettý komin í peysun og er stórglæsileg eins og alltaf

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...