Sunday, March 30, 2014

Pottaleppar

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Svona pottaleppa hef ég verið að búa til og eru þeir mjög góðir ég keypti mér hita þolið
vatt og  það virkar mjög vel þessa er ég ný búin að gera en þeir stopp stutt við hjá mér því eru mjög góðir
 bara að setja hendurnar inní og taka útúr ofninum og þetta virkar
ein í viðbót af þessum elskum ........

Uglutaska

 Það sem mér dettur í hug að kaupa er ótrúlegt en þetta sá ég í Dísuklúbbnum og fannst fallegt sem það er og var gaman að búa til  það er svo annað mál hvað ég ætla að nota hana sennileg bara  uppá punt
en hún er falleg og uglan algjört krútt og efnið í töskunni er yndislegt .....

Stólsetan

 Útbjó handa með stólsetu úr afgöngum af efnum sem ég virðist eiga endalaust af er orðin frekar leið á þessum efnum en tími samt ekki að farga þeim ágætt að nota í svona , en þettaa er afgangs efni úr áskriftar verkefnum í virku
útbjó líka þessa fínu slaufu til að festa við stólin í saumaherberginu

Veggteppi

Svona lítur veggteppið mitt út og er ég bara mjög hamingjusöm með það er það verður sett upp í saumaherberginu , það er frekar skræpótt svona fyrir minn smekk en það þarf stundum að fara út fyrir þæginda ramman en eins og áður var greint frá ánægð með teppið

Friday, March 21, 2014

Veggteppi

 Ég er hér búin að búa til snið fyrir mig til að sauma ofaní og ég verð nú bara að segja að þetta gekk bara vel og ég var mjög ánægð með árangurinn
því ég er ekki mjög flink að stinga svona fríhendis eða ekki nógu duglega að æfa mig en svona get
ég alveg bjargað mér því ekki setur maður allt í stungu sem saumað er svoþetta er  ágæt aðferð.....

Uglubönd

 Rebekka Helena bað mig að búa til svona handa sér og varð ég auðvita við því
og hún hafði alveg ákveðnar skoðanir á því hvernig það ætti að vera bæði litur og annað
 en fjólublátt handa henni og svo er hún frábær fyrirsæta og alltaf tilbúin að brosa og stilla sér upp
 en Emilía Ragnheiður hún vildi bleikt og bara bleikt og svo var hún ákeðin í því að vera alvörugefin
 og ekki brosa í þetta sinn en var samt glöð með eyrnabandið sitt
 Embla Sif var líka mjög glöð en var pínulítið upptekin að horfa á sjónvarpið þegar myndi var tekin
en ég minnkaði augun á þessu bandi en þetta var gert svona bara eftir ábendingum frá ömmu stelpunum mínum en það vantar myndir af tveimur í viðbót bæti úr því seinna..

Jólakort og skraut


Þó að jólin séu löööööngu liðin þá hefur síðan verið í einhverri bið og ýmislegt sem hefur tafið  en hvað um það ég bjó til svona jólakarla bæði sem skraut og kort en upphaflega sá ég svona hjá barnabörnunum mínum fyrir norðan og heillaðist af þessu og langaði að prófa hvort þetta væri eitthvað sem ég vildi gera og ég verð að segja að þetta er mjög skemmtilegt en þessar figúrur eru eftir danskan hönnun sem heitir http:www.gitteschouhansen.dk og er alveg frábær en bókin eftir hana fann ég á bókasafninu í Kópavogi

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...