Thursday, December 1, 2022

Jólabútadúkur

Þennan fann ég í kassa í geymslunni hjá mér var búin að gleyma honum en það eru mörg ár síðan ég saumaði hann það átti eftir að stinga hann svo ég gerði það bara til að æfa mig í því er kannski ekki mjög glöð með þessa liti í dúknum en allt ílagi svona á aðventunni
en mmér finnst bakhliðin miklu fallegi svo ég sný henni bara upp svona annað slagið það má segja það tímarnir breytast og mennirnir með

Sokkar

Sokkar það er ár og dagar síðan ég prjónaði handa mér eitthvað en garnið i þá keypti ég á Selfossi í vor og ætlaði að nota það í húfu en snérist hugur og bara ánægð með útkomuna en garnið heitir Hot socks stripes á prjóna nr.3.5

Aðalvík

Prjónaði þessa peysu á barnabarnið sem verðuur 6 ára í desember og prjónaði stærð 6-8 ára og hún passið vel á hana keypti garnið hjá Handprjón sem heitir Heritage og var ótrúlega mjúkt og gott að prjóna úr því
svo fannst Elísu nauðsilegt að taka dansspor og horfa á skuggan af sér í leiðinni

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...