Friday, November 26, 2021

Barnateppi

Ég keypti efnispakka frá Quiltbúðinni á Akureyri fyrir nokkrum árum og voru það myndir af allskonar fígúrum en eitthvað dróst það að ég byrjaði á því og barnið stækkaði og var ekki lengur áhugi að klára teppið í þeirri mynd sem upphaflega var ætlað því var sest niður hugsað hvað væri hægt að nota bútan sem voru í pökkunum.Ég fann góða hugmynd á youtube sem heitir Disappearing Nine patch quilt og koma svona frábærlega út en efnið dugði í allt nema kantin utan um en það keypti ég hjá Bóthildi
Bleika efnið í bakinu keypti ég hjá föndru en gula átti ég og svo stakk eg í saumförin og er ég mjög sátt við útkomuna
Hér sést hvernig hver blokk kom út einfalt og gott

Jóladúkur úr afgöngum

Þessi dúkur er saumaður úr afgöngum af jólaefnum sem ég er búin að eiga lengi og komin tími til að klára þau áður en fjárfest verður í nýjum en þetta munstur heitir Bargello og þarf að hafa svolitla þolinmæði til að sauma það een það heppnaðist bara ágætlega
það voru líka afganar á röngunni og búið til smá munstur en ég notaði bökunapappír sem ég var búin að teikna á og saumaskapurinn gekk svona stórslysa laust. Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi alla vega í þessu verkefni,

Jólahúfa

Sá þessa fallegu uppskrift í fréttablaðinu en hún var frí og hún er líka á ömmuloppu ég notaði Smart garn og prjónað á prjóna nr. 3 en í uppskriftinni var garnið Pernilla frá Filcolana og fæst það í Maro á Hverfisgötu og átti að prjóna á stærri prjóna en mín útgáfa er bara mjög fín og kemur bara vel út og er falleg.

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...