Saturday, February 27, 2021

Ungbarnasett

Þá er enn eittungbarnsettið tilbúið en það er alltaf jafn gaman en prjóna þau en þetta er fyrir lítin prins sem er væntanlegur bráðlega. En ég nota uppskift að peysunni sem ég nota alltaf en hún er bara til hjá mér og stundum breyti ég munstrinu en þetta finnst mer mjög fallegt og hef notað það nokkru sinnum
Ég nota lannett garnið sem er mjög gott í svona sett og er prjónað á prjona nr. 2.5 tölurnar átti ég og eru skeljatölur
Þessi húfa er bara dásamleg, dúskurinn er keyptur á Aliexpress
hosurnar eru uppskrift frá prjónajóna og eru mjög góðar og fallegar og vettlingarnir er gömul uppskrift
buxurnar eru úr Ljúflingar bókinni

No comments:

Post a Comment

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...