Saturday, February 27, 2021

Emilía peysa

Þessi peysa fór í jólapakka til hennar Emilíu því hún bað mig að prjóna handa sér en það var bara eitt skilyrði að hún varð að vera mjúk og því fór það svo að ég keypti Baby merino garn í Föndru
og svo var farið að finna uppskrift en ég hafði enga ákveðna í huga en fann þessa í gömlu Prjónablaði Ýr nr. 50 og aðlagaði hana að hennar stærð ég notaði prjóna nr. 2.5 - 3.0 en ég hafði hana ekki til að máta því var bara notað málin sem ég hafði af henni en eins og sést þá passaði hún alveg og er ég mjög ánægð með hana

No comments:

Post a Comment

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...