Friday, December 18, 2020

Vettlingar

Þá er komið að vettlingunum en mér finnst ekki yfirhöfuð gaman að prjóna þá en svona munstraða finnst mér mjög gaman að prjóna og er ég búin að gera mjög marga sérstaklega áttblaðarósina og hef prufað margskonar garn en best finnst mér að nota Lannet því að er svo mjúkt og gott að eiga við það
Bláu eru prjonaðir úr fyrr nefndu garni en þessu vínrauðu eru prjónaðir úr garni frá Litlu prjónabúðinni og heitir CaMaRose en líka mjög gott að prjóna úr því en yfirleitt nota ég prjóna nr.2 allaveg fyrir þessa
Bleiku og gráu eru úr sama garni en eins og fyrr þá finnst mér þetta bæði fallegir og skemmtilegt að prjóna og ótrúlega gaman að gefa til þeirra sem mér þykir vænt um

No comments:

Post a Comment

Märthakoften

Þessa uppskrift af peysu raskt ég á þegar ég fór inná Bókasafnið í Hafnarfirði en þar var blað með uppskriftum á peysum sem norska konungsfj...