Friday, December 18, 2020

Jane Austin teppi

Ég er búin að eiga þessa bók mjög lengi og ekki skoðað hana lengi en í Covid fárinu var farið að leita að ýmsu sem ekki er oft skoðað og fann þessa bók sem er eftir Trine Bakke og heitir Bútasumsteppi og Edda útgáfa gaf út veit ekki árið
það er ótrúleg margt fallegt í henni þar með þetta teppi sem èg varð alveg heilluð af og varð bara að sauma því var farið að gramsa í gömlum efnum sem er nóg til af og sá ég fljótt að ég mundi þurfa að kaupa bakgrunns efni en allt annað var til
því var byrjað að tína til efnin og endaði ég með 105 búta sem voru skornir niður í 265 tígla en bakgrunnin keypti eg í bóthildi og var það extra breitt því gat ég notað breiddina í hluta af ræmunum í bakgrunninn en sneið samt 284 litla búta í rimlaverkið
svo var byrjað að sauma saman og raða efninu eftir litum og munstri og gekk það bara ágætlega og koma bara vel út hjá mér
því næst er að klára að sauma saman og svo þarf að stinga teppið en ég stakk í alla sauma og svo varð að gera munstur í kantinn og þar er ég ekki mjög flink að gera
þá er bara að bjarga sér og klippti ég niður bökunarpappír og teiknaði upp munstur sem ég fann og svo bara látið vaða
og var útkoman bara mjög falleg og ég ánægð með árangurinn
litirnir og bakgrunnsefnið kemur mjög vel út er gamaldags og hlýlegt
Jane Austen teppið mitt er tilbúið og ég ánægð með það hægt að nota á ýmsa vegu t.d. á endan á rúminu sínu eða bara allskonar
Ég saumaði það samt í þeim tilgangi að nota það á svölunum mín um þegar verður búið að bygga yfir þær sem verður fljótlega þá sýni ég mynd af því á sýnum stað verður spennandiá nýju ári.

Vettlingar

Þá er komið að vettlingunum en mér finnst ekki yfirhöfuð gaman að prjóna þá en svona munstraða finnst mér mjög gaman að prjóna og er ég búin að gera mjög marga sérstaklega áttblaðarósina og hef prufað margskonar garn en best finnst mér að nota Lannet því að er svo mjúkt og gott að eiga við það
Bláu eru prjonaðir úr fyrr nefndu garni en þessu vínrauðu eru prjónaðir úr garni frá Litlu prjónabúðinni og heitir CaMaRose en líka mjög gott að prjóna úr því en yfirleitt nota ég prjóna nr.2 allaveg fyrir þessa
Bleiku og gráu eru úr sama garni en eins og fyrr þá finnst mér þetta bæði fallegir og skemmtilegt að prjóna og ótrúlega gaman að gefa til þeirra sem mér þykir vænt um

Garnstúdio peysa

þessi peysa er búin að vera lengi að verða til en ég keypti garn í vor í Gallery spuna í Kópavogi og lét ég loks verða af því að klára hana
uppskriftin er á Garnstudio og var gerð fyrir aðra prjóna stærð en ég bara aðlagaði hana fyrir mig en garnið heitir Merino Yak og er ætlað til prjóna sokka en er bara fallegt í peysu og er ég bara ánægð með útkomuna en ég notaði prjóna nr.5

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...