Thursday, April 30, 2020

Spariskrautnálapúðinn

 Þessu er ég montin af því að Gunndís vinkona mín er alveg ótrúlega flink að búia til svona fallega hluti að sauma út svona blóm og skreyta allt milli himins og jarðar ,en semsagtmér tókst loks að klára minn skrautnálapúðan minn og vandaði ég mig alveg sérstaklega að gera sn´´uruna sem er utan um hringin og dúskin en þetta verður bara til skrauts í saumhorninu mínu .
En og aftur Gunndís mín takk fyrir

Teppi

En hér kemur en mynd af þessu en þarna er ég búin að sauma það saman en á eftir að finna efni í kant en veiran er að stoppa mig núna en þetta klárat bráðlega

Nótt nótt

 Ég prjónaði þessa rétt fyrir veirufárið en það var mjög gaman að prjóna hana og er hún á Elísu Bettý sem er 4 ára og var stærðin nokkuð rétt en ég notaði prjóna nr 4.5 en garnið sem ég notaði er Katia
og er það mjög gott garn og þægilegt að prjóna úr því og hún stækkaði ekkert þegar ég þvoði hana
og úr afgangnum af garninu prjónaði ég húfu við og er það engin sérstök uppskrift

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...