Friday, June 15, 2018

Granny square quilt teppi

 Ég fann þessi efni á netinu og heillaðist af þeim fannst litirnir fallegir og munstrið eins og mig langaði í en þessi efni eru frá fyrirtæki sem heitir Lewis & Irene ég keypti það fyrst til að sjá hvernig þau væru og ég varð ekki fyrir vonbrigðum svo fann ég þessa uppskrift af teppinu og byrjaði að sníða og koma því saman
 og var það mjög skemmtilegt og alltaf voru litirnir að heilla mig en ég setti hvítan kant og svo var farið að hugsa fyrir hvernig ég ætlaði að hafa kantinn en ég fann ekkert hér á landi sem passaði við að mér fannst
 því var farið aftur á netið og byrjað að leyta að efnum frá þessu fyrirtæki og svo er stund erfitt að sjá alveg litin í réttu ljósi en efnin sem ég keypti í upphafi voru ekki lengur til var búin að hafa samband við fyrirtækið þannig að valdi svolítið blint en ég verð að segja þetta kom bara betur út en ég þorði að von
 og svona varð útkoman og er ég alveg sátt me þetta nú er bara fá einhvern til að quilta fyrir mig og
klára þessa dásemd
en í þessar verslun er mikið úrval að efnum frá Lewis & Irene https://www.doughtysonline.co.uk/ og á ég eflaust eftir að versla þarna aftur því það mjög góð þjónusta því efnið kom eftir 3 daga

No comments:

Post a Comment

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...