Það var mikið að gera rétt fyrir jól von var á barnabarni aðeins fyrr en búist var við því var prjónaskapurinn þvegin og lagður til þerris en ýmislegt er búið að prjóna
Hér er svo heimferðarsettið sem ég gerði en það var engin uppskrift bara notað ýmislegt sem hefur verið prjónað ´´aður en munstrið fann ég í stóruprjónabókinni en mér fannst það fallegt og ég taldi frekar fljótlegt og einfalt en svo var ekki alveg en ég var ánægð með það
buxurnar eru með munstri á hliðunum og kemu bara vel út
húfan er bara einföld sem búið er prjón í mörgum útgáfum stórar og litlar
peysan er bara svona klassísk en ég setti drappaðar tölur fannst þær fallegastar en þær keypti ég frá Aliexpress og voru töluvert ódýrari en hér á landi
og svo vettlingar og hosur en þess uppskrift hef ég notað í mörg ár en upphaflega kom hún í blaði frá Storknum
það er fallegt svona
og aftur er myndað saman brotið og tilbúið til afhendingar. Garnið sem ég notaði heitir Hjertegarn ciao trunte og fæst í Álafoss og ég notaði prjóna nr. 2.5-3 og er ég mjög ánæð með þetta garn er mjúkt og gott.
og svo fór litla daman heim í því en hún fæddist 28.12 2016 hvað er hægt að hugsa sér betra...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Märthakoften
Þessa uppskrift af peysu raskt ég á þegar ég fór inná Bókasafnið í Hafnarfirði en þar var blað með uppskriftum á peysum sem norska konungsfj...

-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þegar von er barni í fjölskyldunni þá er farið að huga að því hvað sé hægt sé að búa til handa væntanlegu erfinga svo svona sett varð útk...
No comments:
Post a Comment