Tuesday, September 20, 2016

Sama og hér fyrir neðan

 Það er þannig að við erum alltaf að reyna að gera saumaskapin einfaldari og er þessi aðferð  tilvalin í verkefni sem er auðveld og fljótleg í þetta verkefni þarf 40" - 30" efni semsagt bara tvö efni
og er flónel mjög hentugt
 það er byrjað á því að finna út miðju á báðum efnum og saumað út frá því en bara að passa að enda 1/4" frá endanum

 eins og vonandi sést hér það er mikilvægt þegar kemur að frágangi á teppinu
 en svona lítur það út þegar búið er að sauma allt saman
 og til að halda því saman er gott að sauma t.d sikksakk með fram kantinum
 svona er það á bakinu
 og svona að framan ótrúlega fallegt og einfalt og ekki lengi verið að redda gjöf
ef mann vantar
og gleðja  sem er alltaf mjög gaman

No comments:

Post a Comment

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...