Thursday, June 26, 2014

Peysa

Mér fannst munstrið ekki komast nógu vel til skila á myndunum sem ég setti inna um daginn svo ég tók mynd af bakinu á henni og ég endurtek að hún er bara æðisleg (þá meina ég að vera í henni) ....

Monday, June 16, 2014

Móakotspeysan

Jæja þá er peysan mín tilbúin og finnst mér hún mjög falleg og passar alveg á mig en ég prjónaði stærð small sem betur fer því annrs hefði hún orðið of stór en það er nokkuð síðan ég var búin með hana en gleymdi alltaf að mynda hana og setja inná síðuna ( tærnar á mér áttu ekki að vera með )
en það þarf að hafa alla athygli á þessu mynstri því það eru 80 lykkjur í munstrinu væri ekki til í aðra alveg strax en kannski seinna. Ótrúlegt en satt að þá finnst mér hún ekki stinga mig ég á alltaf svolítið erfitt að vera í lopapeysu (þó ég sé búin að prjóna mér nokkrar ) svo ég á örugglega eftir að nota þessa mikið......






                                       

Thursday, June 12, 2014

Downtown abbey teppið mitt

 Svona ætla ég að hafa útfærsluna á efnunum sem ég keypti á netinu og eru hér neðar á síðunni fann þetta munstur á netinu og fannst það einfalt og fallegt
 hver blokk er 12" tommur og er hægt að raða þessu allavega saman og ráða hvað margar blokkirnar eru en ég ætla að hafa þær 30 stk og verður stærðin svona c.a. 150 x 180
svona er það áður en ég sauma það saman ,var stödd fyrir norðan nánar tiltekið á Sauðárkrók og var að sauma þessa á milli sem ég var að hugsa um 3. börn og var ekki alveg með nóg efni með mér þannig að ég gat ekki klárað  teppið, var svo í saumaklubb í gær og set mynd inn þegar ég verð búin að sauma saman, setja bindingu og quilta  allt að gerast hjá mér ......... en finnst efnið alveg dásamlegt gamaldags og rómó .... ekki leiðinlegt að kúra undir því hlakka til....



                                        

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...