Föndursíða Þórdísar
Friday, October 4, 2024
Frón
Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og fæst í Prjónahorninu í Hafnarfirði en ég fékk 2 pör úr tveimur dokkum en það eru óvenju margir metrar eða 233 metrar og eru þeir mjög mjúkir og koma falleg úten eins og sést þá prjónaði ég þá ýmist með aðal og undir lit en ég notaði prjóna nr 2 og a ég efir að nota þetta garn aftur þegar ég geri fleiri vettlinga því það er endalaust not fyrir þá
Friday, September 20, 2024
Vettlingar
Það er orðið mjög langt síðan að eg setti eitthvað hérna inn en ég hef ekki verið verkefnalaus er alltaf að prjóna,sauma og meðal annars er ég alltaf að prjóna vettlinga og eru nokkur pör sem er búið að gera og munstrin koma allstaðar frá meðal annars af pinterest,Iceware og svo gamla góða uppskriftin sem er alltaf gerð og garnið er Lannet,Artic frá Iceware og svo eitthvað sem ég hef átt lengi en man ekki hvað heitir(búin að tína miðanum) en ég nota prjóna nr.2-2,5 en þetta er alltaf jafn skemmtilegt og nauðsynlegt að hafa þegar er t.d verið að horfa á sjónvarp eða að hlusta á góða bók......
Wednesday, November 1, 2023
Ungbarnakjóll
Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitiren ég notaði Lannett garn og prjóna nr.2.5
Thursday, May 18, 2023
Lita glöð taska
Það er stundum að ég get ekki staðist að búa til það sem mér finnst fallegt en þessi taska var bara eitthvað sem ég varð að geraog þá var að ákveðaa litina en það er svosem ekki erfitt fyrir mig en þessir litir eru mínir ,það voru litlir bútar skornir og saumaðir saman en ég hafði enga uppskrift á blaði en það var bara að bjarga sér og láta vaða í verkiðen þetta tók smá tíma en þetta var alveg þess virði og mjög skemmtilegt það var voru 28 (litlir bálkakofabútar) og 84 stk af 2" tommu tiglum á hliðunum svo keypti ég leður bætur og böndin og höldurnar í Hvítlist
og svo lítur taskan út en ég saumaði stunguspor og notað stíft vatt og straujaði á það þykkt flísilín svo taskan yrði falleg og það tókst bara ágætlega. Er ég búin að nota hafa töluvert og er mjög glöð með árangurinn semsagt tókst vel og svona er hún að innan fjórir vasar sem koma mjög falleg út en ég saumaði líka stunguspor á fóðrið inní áður en ég setti vasan
Jane Austin
Þetta teppi saumaði ég 2020 en ég breytti því ég ætla að nota það í hjólhýsið sem erum búin að kaupa en ég stækkaði það og breytti um lit í kantinum það var blátt en það var töluverð vinna við að breyta og setja nýtt það þurfti að rekja upp og bæta við í bakið en eg er ánægð með það núna og var alveg þess virði að breyta því
Thursday, December 1, 2022
Jólabútadúkur
Þennan fann ég í kassa í geymslunni hjá mér var búin að gleyma honum en það eru mörg ár síðan ég saumaði hann það átti eftir að stinga hann svo ég gerði það bara til að æfa mig í því er kannski ekki mjög glöð með þessa liti í dúknum en allt ílagi svona á aðventunnien mmér finnst bakhliðin miklu fallegi svo ég sný henni bara upp svona annað slagið það má segja það tímarnir breytast og mennirnir með
Sokkar
Sokkar það er ár og dagar síðan ég prjónaði handa mér eitthvað en garnið i þá keypti ég á Selfossi í vor og ætlaði að nota það í húfu en snérist hugur og bara ánægð með útkomuna en garnið heitir Hot socks stripes á prjóna nr.3.5
Subscribe to:
Posts (Atom)
Frón
Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...
-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls ...