Friday, October 4, 2024

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og fæst í Prjónahorninu í Hafnarfirði en ég fékk 2 pör úr tveimur dokkum en það eru óvenju margir metrar eða 233 metrar og eru þeir mjög mjúkir og koma falleg út
en eins og sést þá prjónaði ég þá ýmist með aðal og undir lit en ég notaði prjóna nr 2 og a ég efir að nota þetta garn aftur þegar ég geri fleiri vettlinga því það er endalaust not fyrir þá

Friday, September 20, 2024

Vettlingar

Það er orðið mjög langt síðan að eg setti eitthvað hérna inn en ég hef ekki verið verkefnalaus er alltaf að prjóna,sauma og meðal annars er ég alltaf að prjóna vettlinga og eru nokkur pör sem er búið að gera og munstrin koma allstaðar frá meðal annars af pinterest,Iceware og svo gamla góða uppskriftin sem er alltaf gerð og garnið er Lannet,Artic frá Iceware og svo eitthvað sem ég hef átt lengi en man ekki hvað heitir(búin að tína miðanum) en ég nota prjóna nr.2-2,5 en þetta er alltaf jafn skemmtilegt og nauðsynlegt að hafa þegar er t.d verið að horfa á sjónvarp eða að hlusta á góða bók......

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...