Friday, August 30, 2019

Húfur

Húfuprjón það er gott að nota afganga af garni til að prjón þessar húfur en þær eru fljótprjónaðar og svo eru þær fallegar og passa líka vel á litla unga en ég nota Lanett garn og prjóna nr, 2.5  en dúskarnir eru frá Ali

Friday, August 9, 2019

Sjöl

 Svo er það sjala prjón sem ég búin að vera gera í sumar og er alveg að klára en það er mjög skemmtilegt að prjóna en garnið var keypt fyrir mig á spáni og heitir Nordlys og ótrúlega mjúkt og fallegt en uppskriftin heitir Fiðrildi og keypti ég uppskriftina á Ravelry og sýni ég það aftur þegar ég verð búin að strekkja
 Svo er það næsta verkefni það er Hel sem ég keypti uppskrift og garn í Litluprjónabúðinni
 ég er búin að prjóna það áður en ætla að gera 2 önnur því þetta sjal er mjög fallegt og ekki leiðinlegt að prjóna verður spennandi

Ein Rúnni Júll

 Ein Rúnni Júll langað að prjóna eina bláa svo til að breyta aðeins en það er engin vandræði að koma henni til einhvers því alltaf eru að fæðast lítil börn
en þessi stærð er á 1.árs og prjónað úr smart garni á pr. 3.5

Gjöf fyrir litla frænku

 Eitt barna settið enn sem ég geri en þessi var handa lítilli frænku sem kom í heimin 22 maí
en hún fæddist á Akureyri
 en það er alltaf jafn gaman að prjóna svona gjafir og er þessi litur mikið inn þetta sumarið
en fallegur er hann en garnið er Lanett og prjónað á prjón nr.2.5

Ennisband

Hér kemur ennisband sem ég er loksins búin að klára við peysuna sem er hér neðar í færslu

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...