Wednesday, May 29, 2013

Breiðabliksdrengur

 Þarna kemur Breiðabliksdrengurinn en hann er ekki búin að fá nafn ennþá en hann var prjónaður fyrir eigimanninn til að setja í bílinn en hann er minni en dúkkurnar hér fyrir neðan og ég verð að segja að hann er voðalega mikið krútt . En ég sjálf er nú Valsari
 svo fékk hann númerið 7 og svo voru búnir til skór á gæjan en fótboltamenn í dag eru bara í lita glöðum skóm svo Blikinn minn er líka í svoleiðis skóm með tökkum og alles
og auglýsingin framan á peysunni er sú sama og á Blikabúningnum að sjálfsögðu  ég verð nú bara að segja Til hamingju með hann Ragnar minn...á eftir að verða flottur í bílnum.....

Thursday, May 2, 2013

Dúkkurnar mínar

 Þetta er hún Bettý
 og þetta er hún Sif
 og svo Krissa
 og svo Margrét
 og svo næst síðasta er Ragnheiður
 
 þessar elskur voru prjónaðar handa ömmustelpunum mínum og voru sumargjöf og verð ég að segja að það var ótrúlega gaman a' prjóna þær og spenningurinn var engum líkur 
 en upphaflega ætlaði ég bara að gera eina handa mér og og eiga hana bara  uppá punt og leyfa stepunum að leika sér að henni þegar þær væru í heimsókn en svo fóru þær að biðja mig að gera eina svona og svona þannig að það var ekki aftur snúið og eru þær alveg eins og þær vildu hafa þær hárið fötin og og sérstaklega fæturnar. Það er nú þannig að það er ekki annað hægt en að verða ástfangin að bókum þeirra Arne og Carlos þær eru svo flottar og frábærar hugmyndir sem þeir eru með og í raun mjög einfaldar og auðvelt að fara eftir .
 ég búin að prjóna 6 stykki en ég er ekki búin að klára mín en hinar eru allar komnar til eiganda sinna og eru stelpurnar mjög glaðar ........
 hér eru Krissa , Bettý,Margrét, og Sif í myndatöku
 og svo Ragnheiður og Petra þarna aftast (ekki alveg búin en fékk að vera með)og allar hinar líka með
ég set myndir af Petru inn seinna
og svo eru Kristjana með Krissu ,Karítas með Bettý og Embla með Sif en ég á eftir að fá myndir að norðan af þeim sem eiga heima þar. En það var hún Karítas sem benti ömmu sinni á að dúkkur væru aðalega fyrir "litlar" stelpur þannig að hún á heiðurinn af því að þetta er orðið að raunveruleika........

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...