Thursday, June 21, 2012

Sá fimmti

Jæja þetta er sá fimmti sem ég geri og er gaman að sjá hvað þeir eru allir ólíkir eftir litavali en þenna á dóttir mín. Svo held ég bara að ég sé komin í púða pásu allaveg í bili en aldrei að vita.......en þetta er bæði fljótlegt og   skemmtilegt en í þessum er bæði smart garn og navia því stundum eru litirnir ekki alveg að falla saman ef bara er notuð ein sort og gott að blanda saman .....







                                                                   

saltboxhousestreeline

Tuesday, June 12, 2012

Næsta verkefni

Næsta verkefni fallegir og bjartir litir spennandi ........hvað skildi þetta verða  
já alveg rétt púðiiiiiiiiii örugglega ekki sá síðast sem ég geri ....

Monday, June 11, 2012

Hekla hekla

 Það mætti halda að runnið hafi á mig æði að hekla þessa púða en það er mjög gaman að gera þessa gerð...
þennan gerði ég fyrir  tengdadóttir mín  og er hann mjög sumarlegur og fallegur
og þennan geði ég fyrir systir hennar og kom rosalega vel út og enn fallegri í sólinni ..... svo á ég eftir að gera ein fyrir dóttur mína og set litina af honum inn seinna í dag  en ég nota smart garnið í púðana og heklunál nr 4
en það er hægt að nota hvaða garn sem er en smart er mjúkt og gott ........

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...