Friday, December 23, 2011
Gleðileg jól
Svo verð ég að setja jólatréið sem ég gerði fyrir nokkrum árum en barnaörnin mín elska að koma við og klingja bjöllunum og snúa aðeins púðunum en verð að láta þess getið að minn elskulegi tengdasonur Einar út bjó fyrir mig stöngina og hólkana á milli púðanna er mjög gott handverk hjá honum ...en ég óska öllum Gleðilegra jól Megi hátíð ljós og friðar lýsa ykkur...........
Jólaveggteppi
Jæja þá er jólateppið komið upp á vegg þetta dúllaðist ég við að klára og er glöð með það enda að koma jól.....
Tuesday, December 13, 2011
Saturday, December 10, 2011
Hárband og vettlingar
Svo er það hárbandið og vettlingarnir en þetta vildi Kristjana að ég gerði handa sér en hárbandið er með glitþræði sem ég keypti á handverkshátíðinni í sumar hjá Bót og var prjónað tvöfalt en vettlingarnir er úr plötulopa sem ég lét útbúa fyrir mig í búð sem í firðinum í Hafnarfirði en þeir eru lika með glitþræði og voru ótrúlega flottir (það fannst Kristjönu) og stoffið á vettlingunum eru líka tvöfaldur lopi keyptur á sama stað því miður man ég ekki hvað búðin heitir en lopin var litaður annarsstaðar en hjá álafoss mjög fallegt
Röndótt
Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls 10 og Rebekka sem fékk þessa var mjög glöð með hana en hún spurði samt hvort ég gæti ekki prjónað buxur eins og peysan það væri kannski helst til og mikið röndótt en hún er líka bara 5 ára þessi elska
Lopi og Band
Þessa sá ég í nýja blaðinu frá Lopa og Band og fannst hún mjög falleg hún er prjónuð úr einföldum plötulopa og eingirni og koma bara vel út og er mjög hlý og veitir ekki af í þessum kulda
Monday, December 5, 2011
Blá peysa
Ég hef ekki komið hérna í smá tíma ekki þar með sagt ekki ekkert hafi verið gert en þessa peysu prjónaði ég á Reynir Bjarkan en hann að mig um hana því honum væri alltaf svo kalt og hefur hann verið í henni síðan ég kláraði hana og ara mjög ánægður með peysuna....
Subscribe to:
Posts (Atom)
Frón
Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...
-
Þessa sokka hef ég ætlað að prjóna lengi en fannst þeir svona fallega ljótir en lét svo til leiðast og er bara glöð með þá notaði afg...
-
þessar eru heklaðar ùr afgangsgarni sem èg var búin að geyma og sanka að mér og urðu þessar borðtuskur en þetta er bómullargarn og heklunál ...
-
Þessi peysa er alveg geggjuð fallegir litir og pínu öðruvísi en hefðbundnar lopapeysur enhún er prjónuð úr léttlopa og litirnir voru alls ...