Wednesday, November 1, 2023

Ungbarnakjóll

Prjónaði þenna kjól í sumar og gaf hann svo í skírnargjöf en uppskriftina er úr Tinnu blaði en man ekki númerið eða hvað kjóllinn heitir
en ég notaði Lannett garn og prjóna nr.2.5

Thursday, May 18, 2023

Lita glöð taska

Það er stundum að ég get ekki staðist að búa til það sem mér finnst fallegt en þessi taska var bara eitthvað sem ég varð að gera
og þá var að ákveðaa litina en það er svosem ekki erfitt fyrir mig en þessir litir eru mínir ,það voru litlir bútar skornir og saumaðir saman en ég hafði enga uppskrift á blaði en það var bara að bjarga sér og láta vaða í verkið
en þetta tók smá tíma en þetta var alveg þess virði og mjög skemmtilegt það var voru 28 (litlir bálkakofabútar) og 84 stk af 2" tommu tiglum á hliðunum
svo keypti ég leður bætur og böndin og höldurnar í Hvítlist
og svo lítur taskan út en ég saumaði stunguspor og notað stíft vatt og straujaði á það þykkt flísilín svo taskan yrði falleg og það tókst bara ágætlega. Er ég búin að nota hafa töluvert og er mjög glöð með árangurinn semsagt tókst vel
og svona er hún að innan fjórir vasar sem koma mjög falleg út en ég saumaði líka stunguspor á fóðrið inní áður en ég setti vasan

Jane Austin

Þetta teppi saumaði ég 2020 en ég breytti því ég ætla að nota það í hjólhýsið sem erum búin að kaupa en ég stækkaði það og breytti um lit í kantinum það var blátt
en það var töluverð vinna við að breyta og setja nýtt það þurfti að rekja upp og bæta við í bakið en eg er ánægð með það núna og var alveg þess virði að breyta því

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...