Friday, February 28, 2020

Endalausa teppið mitt

Jæja þá fer að sjá fyrir endan á þessu verkefni en ég er búin að sauma 20 blokkir og er engin eins
nú er að sauma það saman og sauma kant utan með er ekki alveg búin að ákveða hvað lit ég ætla að velja aðeins að velta því fyrir mér en það eru bara 4 litir í þessu teppi og efnin ekki mikið munstruð reyndi að hafa það eins einfalt og hægt var og allt með mín uppáhalds litum

Hel sjalið

 Þetta sjal er ég að prjóna í 3 sinn og finnst mér það alltaf jafn gaman og svo er þetta svo fallegt
og það þarf ekkert að segja meira um þetta


Garnið keypti ég í Handprjón í Hafnarfirði og heitir það Tosh og er mjög gott að prjón úr því er bæði mjúkt og hlýtt

Frón

Það er að koma vetur því er eins gott að eiga nóg að vettlingum því prjónaði ég þessa og varð að prufa nýtt garn en það heitir Lana Gatto og...